Bílstólar
Einungis 1% barna komu í leikskólann án þess að vera í einhverjum öryggisbúnaði samkvæmt könnun Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Samgöngustofu árið 2023. Sama könnun sýndi einnig að 10% sex ára barna voru annað hvort í engum eða ófullnægjandi búnaði.
Öll börn sem ekki hafa náð 135 sm hæð eiga að vera í sérstökum öryggisbúnaði, umfram bílbelti, sem tekur mið af hæð og þyngd þess. Sekt fyrir að vera ekki með barn í sérstökum öryggisbúnaði er kr. 30.000 og sama upphæð er ef farþegi undir 15 ára aldri er ekki í öryggis- og verndarbúnaði. Í fræðslumyndbandi Samgöngustofu er farið yfir nokkra þætti barnabílstóla sem gott er að hafa í huga.