Bílrúðulímmiði
Ef það vill svo óheppilega til að þú færð lítið brot í bílrúðuna, t.d. eftir steinkast, er mikilvægt að setja límmiða á skemmdina sem fyrst. Passa verður að hreinsa og þurrka rúðuna áður en límmiðinn er settur á.
Límmiðinn heldur vatni og óhreinindum frá sprungunni og eykur líkur á að hægt sé að gera við bílrúðuna á næsta bílrúðuverkstæði. Það besta við að láta gera við rúðuna í stað þess að skipta um hana er að þú þarft ekki að borga fyrir viðgerðina og er betra fyrir umhverfið.
Þú getur nálgast bílrúðulímmiða á skrifstofunum okkar eða pantað þá í VÍS appinu.
Við hvetjum viðskiptavini okkar til að nýta sér afslætti á öryggisvörum hjá samstarfsaðilum okkar í VÍS appinu.