Hoppa yfir valmynd

Barna­trygging

Barnatrygging er góð viðbót viðunderlinelíf- og heilsutryggingar og fjölskyldutryggingar.

Barnatrygging veitir foreldrum eða forsjáraðilum vernd fyrir tekjumissi og ófyrirséðum kostnaði vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda barns. 

Tryggingin inniheldur einnig örorkuvernd en hún hjálpar barninu að öðlast fjárhagslegt sjálfstæði á fullorðinsárum valdi slys eða sjúkdómur varanlegri örorku.

  • Barnatrygging samanstendur af átta bótaþáttum. Þeir eru sjúkdómavernd, örorkuvernd, líftrygging, umönnunarvernd vegna sjúkrahúsdvalar, umönnunarvernd í kjölfar sjúkrahúsdvalar, áfallahjálp, ferðakostnaður vegna aðgerðar erlendis og breytinga- og hjálpartækjakostnaður vegna slyss eða sjúkdóms. Sjá yfirlit bótafjárhæða.
  • Þú getur keypt tryggingu fyrir barnið frá því það er 1 mánaðar gamalt og fram til loka 17 ára aldurs. Tryggingin gildir til 20 ára aldurs barnsins og fellur niður við næstu endurnýjun eftir að barnið verður 20 ára.
  • Ef tryggingartaki barnatryggingar, yngri en 65 ára, fellur frá á gildistíma tryggingarinnar, greiðir VÍS fyrir trygginguna þar til barnið nær 20 ára aldri.
  • Árið 2023 kynntum við nýja og betri barnatryggingu. Við hækkuðum fjárhæðir líftryggingar og sjúkdómaverndar og nú falla ellefu sjúkdómar undir sjúkdómaverndina en ekki níu eins og áður. Fimm tímar í áfallahjálp eru nú í boði fyrir þau börn sem hafa lent í einhverskonar áfalli, áður var slíkt einungis í boði ef um bótaskylt tjón var að ræða. Til viðbótar lækkuðum við verðið á tryggingunni og bjóðum nú einnig upp á 10% systkinaafslátt.

Upplýsingar um bótaþætti

Sjúkdómavernd
Örorkuvernd
Umönnunarvernd vegna sjúkrahúsdvalar
Umönnunarvernd í kjölfar sjúkrahúsdvalar
Breyting á húsnæði
Líftrygging
Styrkur vegna aðgerðar
Áfallahjálp

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
Forvarnir
Heimilið

Húsfélög og forvarnir

Mikilvægt er að stjórnir húsfélaga kynni sér forvarnir og upplýsi íbúa í fjölbýli um mikilvægi þeirra. Tjón í einni íbúð getur haft áhrif á aðrar íbúðir í húsinu. Gott er að hafa tryggingar og forvarnir á dagskrá húsfundar a.m.k. einu sinni á ári. Upplýsa þarf íbúa um hvar húsfélagið er tryggt, hvernig eigi að tilkynna tjón, spyrja út í hvort tjón hafi orðið og ræða helstu forvarnir.
Lesa meira

Ef þú ert með líf- og heilsutryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Fjölskyldu- og innbústryggingar

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Fasteignatryggingar

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

Ökutækjatryggingar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Ferðatryggingar

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

Dýratryggingar