Hoppa yfir valmynd

Brunatrygging ökutækja

Tryggingin hentar þeim sem vilja brunatryggja ökutæki sem eru lítið notuð og jafnvel geymd innandyra yfir vetrartímann.

Trygging frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er innifalin í brunatryggingu ökutækja. Slík trygging er ekki innifalin í lögboðinni ökutækjatryggingu og kaskótryggingu.

Tryggingin bætir

  • Tjón vegna eldsvoða.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón vegna annarra orsaka en eldsvoða.
  • Tjón á aukabúnaði og öðrum fylgihlutum.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
Forvarnir
Umferð

Bílrúðulímmiði

Ef það vill svo óheppilega til að þú færð lítið brot í bílrúðuna, t.d. eftir steinkast, er mikilvægt að setja límmiða á skemmdina sem fyrst. Passa verður að hreinsa og þurrka rúðuna áður en límmiðinn er settur á.
Lesa meira