Við bjóðum upp á tvær leiðir þegar þú tryggir hjólið þitt. Breytingar virka ekki afturvirkt.
- Leið A: Grunnverð. Ekki er endurgreitt fyrir þann tíma sem skráningarnúmer liggja inni hjá Samgöngustofu.
- Leið B: Tvöfalt verð. Við endurgreiðum fyrir þann tíma sem skráningarnúmer liggja inni hjá Samgöngustofu.
Þú getur fengið afslátt af verði tryggingarinnar ef þú skrifar undir yfirlýsingu um að einungis þú eða maki muni keyra á hjólinu. Afslátturinn er aldurstengdur og hækkar með aldri þess sem tekur trygginguna.
Ef þú kýst meiri vernd bendum við þér á að skoða kaskótryggingu bifhjóla og hlífðarbúnaðartryggingu hér fyrir neðan. Kaskótryggingin bætir tjón á hjólinu sjálfu á meðan að hlífðarbúnaðartrygging bætir tjón á hlífðarbúnaði ökumanns.
Tryggingin bætir
- Tjón sem notkun bifhjólsins veldur öðrum hvort sem það er munatjón eða líkamstjón.
- Líkamstjón slasist þú eða ökumaður bifhjóls þíns.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón á bifhjólinu sjálfu.
- Tjón sem notkun bifhjólsins veldur á munum og húsnæði eiganda eða ökumanns bifhjólsins.
- Líkamstjón sem þú eða ökumaður verðið fyrir ef rekja má slys til meiriháttar gáleysis eða ásetnings ökumanns bifhjólsins.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Viltu bæta við trygginguna?
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.