- Tryggingin bætir meðal annars tjón sem verður á fasteign vegna vatnsleka frá lögnum, tjón vegna innbrots eða innbrotstilraunar og tjón vegna óveðurs. Þá tekur tryggingin einnig á því ef rúður, helluborð, borðplötur og hreinlætistæki brotna vegna óvæntra og skyndilegra óhappa.
- Húseigendatryggingin tekur ekki á innbúi eða lausamunum sem eru í fasteigninni. Innbú og aðra lausamuni þarf að tryggja með heimilistryggingu eða lausafjártryggingu.
- Ef þú ert með húseigendatryggingu og ert að að selja núverandi fasteign og kaupa nýja bendum við þér sérstaklega á að húseigendatryggingin færist ekki sjálfkrafa á milli fasteigna í þinni eigu.
- Ef þú ert að flytja úr fjölbýli í sérbýli bendum við þér á að skoða vel kaup á húseigendatryggingu. Húsfélög eru oft á tíðum með sameiginlega húseigendatryggingu fyrir allar íbúðir hússins og algengt að þeir sem eru að flytja úr fjölbýli átta sig ekki á að þeir þurfa að tryggja sérbýli sín með húseigendatryggingu.
Tryggingin bætir
- Vatnstjón sem verður vegna leka úr leiðslukerfi.
- Skemmdir vegna asahláku.
- Frostskemmdir innanhúss.
- Skemmdir á fasteign vegna innbrots eða innbrotstilrauna.
- Brot á gleri.
- Brot á innréttingum, helluborði, borðplötum og hreinlætistækjum.
- Sótfall frá eldstæðum.
- Skemmdir á fasteign vegna snjóþunga.
- Óveðurstjón þegar vindhraði nær 28,5 metrum á sekúndu.
- Fall loftfara á fasteignina.
- Tjón þriðja aðila vegna skaðabótaábyrgðar sem getur fallið á þig sem eiganda fasteignar.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón sem gerst hefur smám saman og gerist vegna þess að viðhaldi hefur ekki verið sinnt.
- Vatnstjón vegna utanaðkomandi vatns.
- Tjón á gleri í heimilistækjum.
- Glerskemmdir sem eiga sér stað í byggingaframkvæmdum.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.