Hoppa yfir valmynd

Lausa­fjár­trygging

Trygg­ing­in bæt­ir tjón afunderlinevöld­um bruna en einnig er hægt að bæta við hana vernd vegna vatns­tjóna, óveðurs, inn­brota og ráns.

Sendu okkur fyrirspurn ef þú vilt fá verð í lausafjártryggingu.

Ef þú vilt fá verð í aðrar tryggingar bendum við á netverslunina okkar.

Lausafjártrygging hentar sem viðbót við heimilistryggingu þegar að heildarverðmæti sérstakra muna fer yfir hámarksbótafjárhæðir eða ef þú vilt tryggja einstaka verðmæta muni en ert ekki með heimilistryggingu. 

Lausafjártrygging er samsett úr eftirfarandi fjórum þáttum:

  • Brunatrygging er innifalin í lausafjártryggingu og tekur til ýmissa tjóna sem tengjast eldi og bruna.
  • Vatnstjónstrygging er valkvæð í lausafjártryggingu og tekur til tjóna vegna vatnsleka sem á upptök sín innan veggja hússins.
  • Innbrotsþjófnaðar- og ránstrygging er valkvæð í lausafjártryggingu og tekur til innbrotstjóna en einnig ráns þegar hlutir eru teknir með líkamlegu ofbeldi eða hótun um líkamlegt ofbeldi.
  • Óveðurstrygging er valkvæð í lausafjártryggingu og tekur til óveðurs þegar vindhraði fer yfir 28,5 metra á sekúndu á hlutum sem eru innanhúss.

Tryggingin bætir

  • Tjón vegna eldsvoða, eldingar og sprengingar.
  • Tjón vegna sótfalls sem verður skyndilega og óvænt frá kynditæki eða eldstæði.
  • Tjón vegna loftfara eða hluta sem falla frá þeim.
  • Tjón og kostnað vegna slökkvi- og björgunaraðgerða.
  • Kostnað vegna geymslu eða flutnings á munum í tengslum við tjón.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón á hlutum sem sviðna eða bráðna ef ekki er opinn eldur.
  • Tjón sem verða vegna vinnu með sprengiefni við verklegar framkvæmdir.
  • Tjón vegna sóts eða reyks sem safnast smám saman fyrir við notkun.
  • Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.

Trygging frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er innifalin í lausafjártryggingu. Sú trygging bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Viltu bæta við trygginguna?

Vatnstjónstrygging
Innbrots-, þjófn­aðar- og ráns­trygging

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
Forvarnir
Heimilið

Innbrot

Margt er hægt að gera til að fyr­ir­byggja inn­brot. Oft á tíðum er and­lega van­líðan og óör­yggið sem fylg­ir því að brot­ist er inn á heim­ilið mun verra en tjónið og mun­ir sem hverfa í inn­brot­inu.  Því er mik­il­vægt að hver og einn sé meðvitaður um þær for­varn­ir sem hann get­ur sinnt til að koma í veg fyr­ir inn­brot hjá sér. Reynsl­an hef­ur sýnt að inn­brot eru oft vel skipu­lögð. Þjóf­ar eru oft­ast að leita eft­ir hlut­um sem auðvelt er að koma í verð eins og mynda­vél­um, far­tölv­um, sím­um, spjald­tölv­um, flat­skjá­um, pen­ing­um og skart­grip­um. Gátlisti um und­ir­bún­ing heim­il­is­ins fyr­ir fríið getur verið gott að styðjast við til að ekkert gleymist.
Lesa meira

Ef þú ert með fjölskyldu- og innbústryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Fasteignatryggingar

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

Ökutækjatryggingar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Líf- og heilsutryggingar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Ferðatryggingar

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

Dýratryggingar