Víðtæk eignatrygging
Sendu okkur fyrirspurn ef þú vilt fá verð í víðtæka eignatryggingu.
Ef þú vilt fá verð í aðrar tryggingar bendum við á netverslunina okkar.
Víðtæk eignatrygging er gjarnan tekin fyrir einstaka dýra muni en hún tryggir þá fyrir tjónum sem verða vegna skyndilegra, óvæntra og utanaðkomandi atburða. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum á meðan munirnir eru í umsjá þinni.
Víðtæk eignatrygging hentar þér vel ef þú ert ekki með fjölskyldutryggingu eða innbúskaskó. Einnig ef þú ert með fjölskyldutryggingu sem inniheldur innbúskaskó en verðmæti muna fer yfir hámarks bótafjárhæð.
Tryggingin bætir
- Tjón á innbúi af völdum skyndilegra, ófyrirsjáanlegra og utanaðkomandi atvika.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón vegna skyndilegra hita- eða rakabreytinga.
- Tjón sem rekja má til galla, rangrar samsetningar eða innri bilana.
- Tjón vegna eðlilegs slits og útlitsgalla sem hefur ekki áhrif á notkun hlutarins.
- Tjón sem stafar beint eða óbeint af áhrifum tímaskráningar á starfsemi hugbúnaðar og/eða kerfa.
- Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.