Hoppa yfir valmynd

Víðtæk eigna­trygging

Víðtæk eignatrygging er fyrir dýrmætustuunderlinehlutina þína sem þú vilt tryggja eins vel og hægt er.

Sendu okkur fyrirspurn ef þú vilt fá verð í víðtæka eignatryggingu.

Ef þú vilt fá verð í aðrar tryggingar bendum við á netverslunina okkar.

Víðtæk eigna­trygg­ing er gjarn­an tek­in fyrir ein­staka dýra muni en hún trygg­ir þá fyr­ir tjón­um sem verða vegna skyndi­legra, óvæntra og ut­anaðkom­andi at­b­urða. Trygg­ing­in gild­ir hvar sem er í heim­in­um á meðan mun­irn­ir eru í um­sjá þinni.

Víðtæk eigna­trygg­ing hent­ar þér vel ef þú ert ekki með fjölskyldutryggingu eða innbúskaskó. Einnig ef þú ert með fjölskyldutryggingu sem inniheldur innbúskaskó en verðmæti muna fer yfir hámarks bótafjárhæð.

Tryggingin bætir

  • Tjón á innbúi af völdum skyndilegra, ófyrirsjáanlegra og utanaðkomandi atvika.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón vegna skyndilegra hita- eða rakabreytinga.
  • Tjón sem rekja má til galla, rangrar samsetningar eða innri bilana.
  • Tjón vegna eðlilegs slits og útlitsgalla sem hefur ekki áhrif á notkun hlutarins.
  • Tjón sem stafar beint eða óbeint af áhrifum tímaskráningar á starfsemi hugbúnaðar og/eða kerfa.
  • Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar

Tryggðu þér betri sparnað

Viðskiptavinir VÍS fá sérkjör þegar þeir setja sparnaðinn sinn í áskrift hjá systurfélagi VÍS, Íslenskum verðbréfum.

Vöruframboð Íslenskra verðbréfa byggir á því að viðskiptavinir geti fundið sjóð sem hentar sínu áhættuþoli, fjárfestingartíma og væntingum um ávöxtun.

Nánari upplýsingar um sérkjör og kaup í sjóðum má finna á heimasíðu Íslenskra verðbréfa.

Íslensk verðbréf
Tryggðu þér betri sparnað
Forvarnir
Heimilið

Innbrot

Oft á tíðum er and­lega van­líðan og óör­yggið sem fylg­ir því að brot­ist er inn á heim­ilið mun verra en tjónið og mun­ir sem hverfa í inn­brot­inu. Reynsl­an hef­ur sýnt að inn­brot eru oft skipu­lögð. Þjóf­ar eru oft­ast að leita eft­ir hlut­um sem auðvelt er að koma í verð eins og mynda­vél­um, far­tölv­um, sím­um, spjald­tölv­um, flat­skjá­um, pen­ing­um og skart­grip­um.
Lesa meira