Heimilistrygging
Heimilistrygging inniheldur innbústryggingu og fjölskyldu- og frítímatryggingu, þá er val um að bæta við innbúskaskó og ferðatryggingu.
Fjölskyldusamsetning, ósk um tryggingavernd og eigin áhættu er misjöfn og því er hægt að setja trygginguna saman eins og hentar hverjum og einum.
Hvað hentar þér og þínum?
- Innbústrygging er grunnurinn hjá okkur og henni fylgir ábyrgðartrygging. Innbústrygging tryggir innbú og persónulega muni sem fylgja almennu heimilishaldi fyrir bruna, þjófnaði og vatnstjóni. Innbústrygging hentar vel fyrir þá sem vilja tryggja innbúið sitt sama hvort það er á lögheimili eða á öðrum stað eins og til dæmis í auka íbúð sem viðkomandi á. Ábyrgðartrygging tryggir fjárhagstjón ef fjölskyldumeðlimur verður skaðabótaskyldur gagnvart öðrum.
- Fjölskyldu- og frítímatrygging er víðtæk trygging fyrir þig og fjölskylduna. Í henni er frítímaslysatrygging, áfallahjálp, sjúkrahúslegutrygging og málskostnaðartrygging.
- Innbúskaskó er valkvæð trygging sem hægt er að velja með innbústryggingu. Innbúskaskó nær yfir ýmiskonar óhöpp sem leiða til tjóns á innbúi þínu. Algengustu tjónin sem við greiðum úr innbúskaskó eru tjón á farsímum, tölvum og gleraugum.
- Ferðatrygging er valkvæð trygging sem hægt er að velja með innbústryggingu eða heimilistryggingu. Helsti kosturinn við að vera bæði með ferðatryggingu kreditkorts og ferðatryggingu heimilistryggingar er sá að ef hámarksbótafjárhæð er náð í annarri tryggingunni þá tekur hin tryggingin við ef um er að ræða umfangsmikið tjón.
Nánari upplýsingar um vernd heimilistryggingar
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.