Ferðatrygging heimilistryggingar
Ferðatrygging er valkvæð trygging í heimilistryggingu.
Ef þú vilt kaupa heimilistryggingu með ferðatryggingu þá bendum við á netverslunina okkar. Ef þú ert nú þegar með heimilistryggingu og vilt bæta ferðatryggingu við þá er best að senda okkur fyrirspurn og við gefum þér verð í ferðatrygginguna.
Helsti kosturinn við að vera bæði með ferðatryggingu kreditkorts og ferðatryggingu heimilistryggingar er sá að ef hámarksbótafjárhæð er náð í annarri tryggingunni þá tekur hin tryggingin við ef um er að ræða umfangsmikið tjón.
Tryggingin gildir í 92 daga frá brottför en hægt er að kaupa framlengingu á gildistíma í allt að eitt ár. Ef þú ætlar að dvelja erlendis umfram gildistíma ferðatrygginga bendum við þér á sjúkrakostnaðartryggingu erlendis.
Í ákveðnum tilvikum þarftu að framvísa staðfestingu á ferðatryggingu. Það eru helst sjúkrastofnanir sem þú leitar til erlendis vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda sem þurfa slíka staðfestingu.
Innifalið í tryggingunni
Þú getur séð yfirlit yfir tryggingarnar þínar í VÍS appinu eða með því að skrá þig inn á vefinn okkar.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.