Hoppa yfir valmynd

Slysa­trygging

Slysatrygging greiðir bæturunderlinevegna slyss sem þú verður fyrir við vinnu eða í frítíma.

Bætur eru mismunandi eftir því hvaða vernd og fjárhæðir þú velur.

Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.

Sendu okkur fyrirspurn ef þú vilt fá verð í slysatryggingu.

Ef þú vilt fá verð í aðrar tryggingar bendum við á netverslunina okkar.

Með hugtakinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama þess sem er tryggður og gerist án vilja hans.

Við meiðslum á útlimum er þess þó eingöngu krafist að um skyndilegan atburð sé að ræða sem veldur meiðslum á líkama þess sem er tryggður og gerist án vilja hans.

Íþrótta- og tómstundaáhætta á borð við köfun eða fallhlífarstökk er ekki innifalin í tryggingunni en hægt að kaupa þá vernd sérstaklega.

Í slysatryggingu eru eftirfarandi bótaliðir sem eru valfrjálsir og verður að velja allavega einn þeirra.

Nánar um slysatryggingu

Dánarbætur
Miskabætur
Dagpeningar
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
Forvarnir
Heilsa

Svefn og hvíld

Reglu­leg­ur svefn og hvíld er okkur lífs­nauðsyn­leg. Þótt hægt sé að stofna til skamm­tíma­skuld­ar í þess­um efn­um geng­ur það ekki til lengd­ar. At­hygl­in skerðist, lífs­gæði versna, þol­in­mæði minnk­ar, slysa­hætta eykst og and­leg líðan versn­ar svo eitt­hvað sé nefnt. En fólk þarf mis­mik­inn svefn. Börn á grunn­skóla­aldri þurfa alla jafna átta til ell­efu tíma svefn en full­orðnir sjö til níu klukku­stund­ir og stytt­ist gjarn­an eft­ir því sem fólk eld­ist.
Lesa meira