Sjúkratrygging
Sjúkratrygging er byggð upp á örorkubótum og dagpeningum. Þú ræður hvort þú kaupir bara aðra verndina eða báðar.
Sendu okkur fyrirspurn ef þú vilt fá verð í sjúkratryggingu. Ef þú vilt fá verð í aðrar tryggingar bendum við á netverslunina okkar.
Hvernig sjúkratryggingu má bjóða þér?
Tryggingin greiðir
- Bætur ef sjúkdómur veldur varanlegri læknisfræðilegri örorku.
- Dagpeninga ef sjúkdómur leiðir til tímabundins missis starfsorku.
Tryggingin greiðir ekki
- Bætur eða dagpeninga ef sjúkdómur hafði sýnt einkenni áður en tryggingin tók gildi.
- Bætur eða dagpeninga ef sjúkdómur er af völdum ljósabaða, lækningameðferðar, skurðaðgerðar eða lyfjanotkunar, nema að meðferðin sé að læknisráði vegna bótaskylds sjúkdóms og gerð á viðurkenndri heilbrigðisstofnun.
- Bætur eða dagpeninga ef sjúkdómur stafar af neyslu áfengis eða fíkniefna.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.