Hoppa yfir valmynd

Sjúkra­trygging

Sjúkratrygging tryggir þér bæturunderlineef þú greinist með sjúkdóm sem leiðir til varanlegs miska eða tímabundins missis starfsorku.

Þú ákveður upphæð bótanna og hvort þú viljir tryggja þig fyrir bæði miskabótum og dagpeningum eða bara öðru hvoru.

Sendu okkur fyrirspurn ef þú vilt fá verð í sjúkratryggingu. Ef þú vilt fá verð í aðrar tryggingar bendum við á netverslunina okkar.

Bótaliðir sjúkratryggingar

Miskabætur
Dagpeningar
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
Forvarnir
Heilsa

Hreyfing

Hreyf­ing er öll­um nauðsyn­leg og ætti eng­inn að van­meta mik­il­vægi henn­ar. Hreyfing hjálpar til að stuðla að bæði andlegu og líkamlegu heilbrigði. Í bæk­lingi Land­læknisembætt­is­ins Ráðlegg­ing­ar um hreyf­ingu eru grein­argóðar upp­lýs­ing­ar um hreyf­ingu. 
Lesa meira