Hoppa yfir valmynd

Hljóðfæri

Hljóðfæri eru almennt tryggð með innbústryggingu og innbúskaskótryggingu. Mjög verðmæt hljóðfæri þarf þó hugsanlega að tryggja sérstaklega.

Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum. Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef þú hefur einhverjar spurningar — við aðstoðum þig með ánægju.

Tryggingar

  • Heimilistrygging inniheldur innbústryggingu. Innbústrygging tryggir hljóðfæri fyrir bruna, þjófnaði og vatnstjóni.
  • Ef heimilistryggingin þín inniheldur innbúskaskótryggingu, sem er valkvæð trygging, eru hljóðfæri líka tryggð fyrir tjóni af völdum skyndilegra og ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi atvika.
  • Ef þú átt sérstaklega verðmæt hljóðfæri þar sem verðmæti fer yfir bótafjárhæðir í innbúskaskó þá er best fyrir þig að hafa samband og við skoðum málið saman.
  • Ef þú ætlar að ferðast með hljóðfæri til útlanda þá mælum við með ferðatryggingu og jafnvel víðtækri eignatryggingu.

Gott að vita

  • Í tryggingum eru hljóðfæri skilgreind sem hluti af innbúi.
  • Tryggingar sem taka á þjófnaði gilda einungis ef almenn aðgát er höfð við vörslu hlutanna.
  • Í heimilistryggingu er hægt að velja um tvær mismunandi tryggingarfjárhæðir og þrjár mismunandi eigin áhættur. Tryggingarfjárhæðin sem valin er ræður því hverjar hámarksbætur eru í tjónum. Eftir því sem eigin áhættan er hærri þeim mun ódýrari er tryggingin en meiri kostnaður tryggingartaka við tjón.
  • Heimilistrygging gildir fyrir þig, maka eða sambúðarmaka og ógift börn ykkar og fósturbörn með sama lögheimili á Íslandi. Tryggingin gildir einnig fyrir börn ykkar yngri en 18 ára sem eiga annað lögheimili á Íslandi.
  • Helsti kosturinn við að vera bæði með ferðatryggingu kreditkorts og ferðatryggingu heimilistryggingar er sá að ef hámarksbótafjárhæð er náð í annarri tryggingunni þá tekur hin tryggingin við ef um er að ræða umfangsmikið tjón.
  • Við bendum viðskiptavinum okkar á að passa upp á greiðslukvittanir svo hægt sé að framvísa þeim ef tilkynna þarf tjón.

Þú getur séð yfirlit yfir tryggingarnar þínar í VÍS appinu eða með því að skrá þig inn á vefinn okkar.

Algengar spurningar um hljóðfæri

Ég týndi hljóðfærinu mínu, er tjónið bætt?
Hljóðfærið mitt brotnaði, er tjónið bætt?
Hljóðfærinu mínu var stolið, er tjónið bætt?
Hvernig á ég að tryggja hljóðfærið mitt?
Er hljóðfæri sem fengið er að láni frá tónlistarskóla tryggt?
Forvarnir
Heimilið

Innbrot

Oft á tíðum er and­lega van­líðan og óör­yggið sem fylg­ir því að brot­ist er inn á heim­ilið mun verra en tjónið og mun­ir sem hverfa í inn­brot­inu. Reynsl­an hef­ur sýnt að inn­brot eru oft skipu­lögð. Þjóf­ar eru oft­ast að leita eft­ir hlut­um sem auðvelt er að koma í verð eins og mynda­vél­um, far­tölv­um, sím­um, spjald­tölv­um, flat­skjá­um, pen­ing­um og skart­grip­um.
Lesa meira