Byggingatrygging
Tryggingin tekur meðal annars á tjónum af völdum bruna, óveðurs og hruns sem og greiðir bætur vegna slysa sem þeir lenda í sem vinna við húsið á þínum vegum, án þess að þiggja laun fyrir.
Þá bætir tryggingin einnig tjón á eigin verkfærum, vinnupöllum og vinnuskúrum á byggingarstað.
Tryggingin bætir
Bruna- og húseigendatrygging
- Tjón af völdum eldsvoða, eldinga og sprenginga.
- Sótfall, til dæmis vegna sprengingar frá kynditækjum.
- Vatnstjón sem verður vegna leka úr leiðslukerfi.
- Tjón af völdum hruns eða sigs.
- Óveðurstjón þegar vindhraði nær 28,5 metrum á sekúndu.
- Skemmdir á fasteign vegna innbrots eða þjófnaðar á byggingarstað.
- Brot á gleri eftir að það hefur verið sett á sinn endanlega stað.
Ábyrgðartrygging
- Beint líkams- eða munatjón þriðja aðila ef skaðabótaábyrgð hefur fallið á þig sem eiganda fasteignar.
Slysatrygging
- Bætur vegna slyss sem þú og þitt fólk verður fyrir ef það leiðir til andláts, örorku, tímabundins missis starfsorku eða tannbrots.
Tryggingin bætir ekki
Bruna- og húseigendatrygging
- Tjón vegna skammhlaups.
- Tjón vegna framkvæmda með sprengiefni.
- Skemmdir á leiðslum eða kostnað við endurlagningu þeirra.
- Tjón vegna utanaðkomandi vatns.
- Tjón við ísetningu glers.
- Afleidd tjón vegna ofangreindra atriða.
- Tjón sem stafa af því að rangt eða gallað efni er notað.
Ábyrgðartrygging
- Sektir eða málskostnað í sambandi við refsimál.
- Tjón sem þau sem falla undir trygginguna valda hvert öðru.
- Tjón á eignum sem stafa af eldsvoða, reyk, sóti eða sprengingu.
- Tjón á munum sem þú hefur fengið að láni og hefur í vörslu þinni.
Slysatrygging
- Slys sem verða í handalögmálum.
- Slys sem verða beint eða óbeint vegna blindu, af völdum mikillar nær- eða fjarsýni, sjóndepru, heyrnardeyfðar, lömunar, bæklunar, geðveiki, flogaveiki, heilaáfalls, hjartaáfalls, sykursýki eða annarra alvarlegra sjúkdóma eða veiklunar.
- Slys sem verða af völdum vélknúinna, skráningarskyldra ökutækja.
- Trygging frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er einnig innifalin. Sú trygging bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
- Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.