Sjúkdómatrygging
Við viljum vera traust bakland í óvissu lífsins og bjóðum upp á frábæra sjúkdómatryggingu sem greiðir bætur úr fimm flokkum sjúkdóma og slysa.
- Ef þú ert á aldrinum 18 til 59 ára getur þú sótt um sjúkdómatryggingu og gildir tryggingin til 70 ára aldurs. Þú ákveður fjárhæð tryggingarinnar og komi til veikinda færðu fjárhæðina greidda út í einu lagi. Bætur sjúkdómatryggingar eru skattfrjálsar og verðtryggðar.
- Börn eru sjálfkrafa tryggð í gegnum sjúkdómatryggingu foreldris frá 3ja mánaða aldri til 18 ára aldurs. Bótafjárhæð vegna hvers barns er 50% af tryggingarfjárhæð foreldranna, að hámarki 12.350.000 kr. Ef þú eignast barn getur þú hækkað fjárhæð sjúkdómatryggingar um allt að 25% eða að hámarki 5 milljónir króna án þess að fara í sérstakt heilsufarsmat.
- Sjúkdómatrygging VÍS greiðir bætur úr fimm flokkum sjúkdóma og slysa. Fjárhæð tryggingar er aðeins greidd út einu sinni úr hverjum flokki. Ef þú greinist með sjúkdóm og færð greiddar bætur úr sjúkdómatryggingu getur þú óskað eftir því að halda áfram með trygginguna innan þriggja mánaða frá greiðslu, þá með þeim skilyrðum að sá flokkur sem bætur voru greiddar úr verði undanskilinn. Ef þú færð bætur úr sjúkdómatryggingu áttu rétt á tveimur tímum hjá sálfræðingi.
Sjúkdómatrygging nær yfir eftirfarandi sjúkdóma
Krabbamein og góðkynja æxli
Við greiðum bætur á fyrri stigum krabbameins, að hámarki 20% af fjárhæð tryggingar.
- Krabbamein – ífarandi (invasive cancer)
- Frumkrabbamein (pre-invasive stage)
- Góðkynja heilaæxli (benign brain tumor)
- Góðkynja æxli í mænu
- Beinmergsflutningur (bone marrow trans-plantation)
Hjarta-, æða- og nýrnasjúkdómar
- Kransæðastífla/hjartadrep (myocardial in-farction)
- Kransæðahjáveituaðgerð (coronary artery bypass graft surgery)
- Hjartalokuaðgerð (heart valve surgery)
- Skurðaðgerð á ósæð (surgery of the aorta)
- Heilablóðfall/slag (stroke)
- Nýrnabilun (Renal Disease)
- Hjarta- eða nýrnaígræðsla (heart or kidney transplantation)
Tauga- og hrörnunarsjúkdómar
- MS (heila- og mænusigg)
- MND (hreyfitaugungahrörnun)
- Alzheimer
- Parkinsonsveiki
Blinda, heyrnarleysi, málleysi og tengdir atburðir
- Blinda (profound vision loss)
- Heyrnarleysi (deafness)
- Málleysi (loss of speech)
- Heilahimnubólga af völdum bakteríusýkingar (bacterial meningitis)
- Alvarlegur höfuðáverki (major head trauma)
Aðrir tryggingaatburðir
- HIV /AIDS
- Líffæraflutningur (transplantation)
- Alvarlegur bruni (third-degree burns)
- Útlimamissir (loss of limbs)
- Lömun (paralysis of limbs)
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Viltu vita meira?
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.