Reiðhjólatrygging
Hjól, knúin af lærum eða rafmagni, haldast vel í verði hjá okkur, því eftir fyrsta árið afskrifast verðmæti hjólsins einungis um 10% frá kaupverðinu á ári. Afskriftir hætta þegar verðmætið hefur náð 30% af upprunalegu kaupverði.
- Það er óþarfi að burðast með hjólið út um allt. Geymdu það í læstri geymslu eða notaðu öruggan hjólalás.
- Við mælum með reiðhjólatryggingu ef þú átt hjól að verðmæti 200.000 kr. eða hærra.
- Eigin áhætta er ávallt 50.000 kr. óháð verðmæti hjólsins.
- Verðið sem þú borgar á ári miðast við verðmæti hjólsins á því ári að teknu tilliti til afskrifta en ekki upphaflega kaupverðinu.
- Ef þú ert með heimilistryggingu færðu 50% afslátt af verðinu.
- Ef þú eða maki er með heimilistryggingu með gildri frítímaslysatryggingu þá gildir hún við æfingar og keppni í hjólreiðum, án viðbótargjalds.
- Reiðhjólatryggingin bætir öll skyndileg, utanaðkomandi atvik, sem ekki eru sérstaklega undanskilin.
- Tryggingin gildir á Íslandi og á ferðalagi erlendis í allt að 92 daga, auk þess tíma sem tekur að flytja hjólið milli landa.
Tryggingin bætir
- Öll tjón á reiðhjóli vegna skyndilegra, utanaðkomandi atvika nema annað sé sérstaklega tekið fram.
- Þjófnað á reiðhjóli sem kærður hefur verið til lögreglu og það ekki fundist innan 14 daga frá þjófnaði.
- Tjón vegna grjóthruns, skriðufalla, snjóflóðs úr fjallshlíð, aur- eða vatnsflóðs og eldingar.
Tryggingin bætir ekki
- Slit á reiðhjóli vegna notkunar, t.d. tæringu, ryðbruna og annað hefðbundið slit.
- Tjón á reiðhjóli vegna þess að það rispast, beyglast eða merst ef það rýrir ekki notagildi þess.
- Tjón vegna bilunar, rangrar samsetningar eða galla.
- Þjófnað ef reiðhjólið var ekki í læstri geymslu eða læst við fastan hlut.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Reiknivél reiðhjólatryggingar
Hvað færðu bætt?
Hvað færðu bætt ef hjólið þitt eyðileggst eða því er stolið? Hér getur þú reiknað áætlaðar tjónabætur, miðað við altjón reiðhjóls, út frá kaupverði, kaupári og 50.000 kr. eigin áhættu.
Áætlaðar tjónabætur samtals:
0 kr.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.