Hoppa yfir valmynd

Barna­bíl­stólar VÍS

Við hjálpuðum til við aðunderlinegæta öryggis barna í umferðinni í 25 ár með útleigu á öruggum barnabílstólum. Þörfin var mikil þegar við hófum þessa vegferð enda sýndu kannanir á þeim tíma að yfir 30% barna voru laus í bílum. Í dag heyrir það til undantekninga að börn séu ekki í bílstólum og úrvalið af öruggum stólum hefur aldrei verið betra.

Í apríl 2019 ákváðum við að beina kröftum okkar að öðrum forvarnar- og öryggisverkefnum og hættum þá útleigu á barnabílstólum til viðskiptavina okkar.

Þarftu barnabílstól?

Við viljum stuðla að því að viðskiptavinir okkar séu ávallt öruggir og noti viðeigandi öryggisbúnað. Þess vegna fá viðskiptavinir VÍS afslátt af öryggisvörum hjá samstarfsaðilum okkar og alls konar gjafir sem tengjast öryggi og forvörnum. Þú getur virkjað afslætti og pantað gjafir í VÍS appinu.

Þarftu að skila barnabílstól VÍS?

Ef þú ert með barnabílstól á leigu getur þú haldið áfram að leigja hann en ekki er hægt að skipta þeim stól út fyrir nýjan stól. Þegar stóllinn verður óþarfur getur þú skilað honum til Barnabilstolar.is og þar er gengið frá lokum leigusamnings.

Barnabílstólar.is eru til húsa í Axarhöfða 14, 110 Reykjavík. Opnunartíminn er alla virka daga á milli 12.00-17.00 en einnig er hægt að ná í þau í síma 534-4900. Ávallt er hægt að senda fyrirspurnir á barnabilstolar@barnabilstolar.is og er þeim svarað eins fljótt og auðið er.

Forvarnir
Umferð

Bílstólar

Einungis 1% barna komu í leikskólann án þess að vera í einhverjum öryggisbúnaði samkvæmt könn­un Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Samgöngustofu árið 2023. Sama könnun sýndi einnig að 10% sex ára barna voru annað hvort í engum eða ófullnægjandi búnaði. Öll börn sem ekki hafa náð 135 sm hæð eiga að vera í sér­stök­um ör­ygg­is­búnaði, um­fram bíl­belti, sem tek­ur mið af hæð og þyngd þess. Sekt fyrir að vera ekki með barn í sérstökum öryggisbúnaði er kr. 30.000 og sama upphæð er ef farþegi undir 15 ára aldri er ekki í öryggis- og verndarbúnaði. Í fræðslumyndbandi Samgöngustofu er farið yfir nokkra þætti barnabílstóla sem gott er að hafa í huga.
Lesa meira