Hoppa yfir valmynd

Ábyrgðartrygging katta

Góð trygging fyr­ir alla katt­areig­end­ur. Trygg­ing­in bæt­ir kostnað sem get­ur fallið á þig sam­kvæmt skaðabóta­lög­um ef kött­ur í þinni eigu veld­ur þriðja aðila lík­ams- eða muna­tjóni.

  • Kaup­tíma­bil: Frá 8 vikna aldri kattar.
  • Trygg­ing­ar­fjár­hæð:Tryggingarfjárhæð ábyrgðartryggingar katta er föst fjárhæð sem kemur fram á tilboði, skírteini og endurnýjunarkvittun.
  • Gild­is­tími: Tryggingin gildir þar til henni er sagt upp.
  • Eig­in áhætta: Þú berð eigin áhættu af hverju tjóni sem greitt er úr ábyrgðartryggingu katta. Upplýsingar um eigin áhættu þína koma fram á tilboði, skírteini og endurnýjunarkvittun.

Tryggingin bætir

  • Tjón sem fell­ur á þig sem eig­anda katt­ar sam­kvæmt skaðabóta­lög­um.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón sem verður í kjölfar ákveðins verkefnis sem köttur á að sinna. Oft kallað „tjón innan samninga“.
  • Tjón sem fjölskyldan þín með sama lögheimili verður fyrir.
  • Tjón á hlutum sem þú ert með í láni.
  • Tjón sem rekja má til þess að ekki er farið eftir lögum um dýrahald.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
Forvarnir
Heimilið

Heimilisdýr

Algengustu heimilisdýrin eru án efa hundar og kettir. Þau gefa eiganda sinum mikið og eru oft á tíðum stór partur af fjölskyldunni. Góð umhirða þeirra er mikilvæg til að þeim líði vel.
Lesa meira