Hoppa yfir valmynd

Takmörkuð líftrygging hesta

Takmörkuð líftrygging hesta hentar fyrir þá sem eiga tóm­stunda­hest. Ef þú ert með þessa trygg­ingu færðu greidd­ar bæt­ur ef hest­ur deyr af völd­um slyss eða sjúk­dóms, ef taf­ar­laus af­líf­un er ráðlögð af dýra­lækni eða ef hest­ur hverf­ur og finnst ekki aft­ur inn­an 4 mánaða þrátt fyr­ir leit.

Takmörkuð líftrygging hesta er innifalin í reiðhestatryggingu og kynbótahryssutryggingu en þú getur einnig keypt trygginguna staka.

  • Kaup­tíma­bil: Þú getur keypt trygginguna þar til hesturinn er 15 vetra gamall.
  • Vottorð: Ef tryggingarfjárhæð nær 1.000.000 kr. þarf vottorð frá dýralækni um almennt heilsufar hestsins að fylgja umsókn um trygginguna. Vottorðið verður að vera innan við 30 daga gamalt og skrifað á eyðublað frá VÍS.
  • Trygg­ing­ar­fjár­hæð: Tryggingarfjárhæð takmarkaðrar líftryggingar hesta er valfrjáls fjárhæð. Gott er að hafa í huga að bætur geta aldrei orðið hærri en markaðsvirði hestsins á tjónsdegi. Tryggingarfjárhæðin kemur fram á skírteini og endurnýjunarkvittun. Tryggingarfjárhæðin helst óskert þar til hesturinn verður 19 vetra gamall en þá lækkar hún um 20% árlega.
  • Gild­is­tími: Þegar hesturinn verður 23 vetra gamall fellur tryggingin niður og endurnýjast ekki.
  • Hóp­líf­trygg­ing er í boði fyr­ir 15 hesta eða fleiri og er há­marks trygg­ing­ar­fjár­hæð fyr­ir hvern hest 2 millj­ón­ir króna.

Tryggingin bætir

  • Ef hestur deyr af völdum sjúkdóms eða slyss.
  • Ef tafarlaus aflífun er ráðlögð af dýralækni.
  • Ef hestur hverfur og finnst ekki aftur innan fjögurra mánaða þrátt fyrir leit.

Tryggingin bætir ekki

  • Dauða eða aflífun vegna sjúkdóma eða slysa sem áttu sér upphaf áður en tryggingin tók gildi.
  • Dauða eða aflífun vegna sjúkdóma sem hesturinn fær innan 20 daga frá gildistöku tryggingarinnar.
  • Dauða eða aflífun vegna geðslagsvandamála.
  • Dauða eða aflífun vegna stífkrampa ef hestur hefur ekki verið bólusettur á fullnægjandi hátt.
  • Dauða eða aflífun vegna spatts eða annarra hreyfivandamála.
  • Dauða eða aflífun vegna heltis.
  • Dauða eða aflífun vegna líkamlegra þroskahamlana.
  • Dauða eða aflífun vegna brots eða sprungu í beinvef, beineyðingu, hörðnunar eða gigtar.
  • Dauða eða aflífun vegna viðvarandi vandamála í öndunarfærum eða viðvarandi vandamála sem verða skyndilega alvarleg.
  • Aflífun vegna fyrirmæla opinberra yfirvalda.

Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
Forvarnir
Frítími

Hestamennska

Skráðir fé­lag­ar hjá Land­ssam­bandi hesta­manna­fé­laga eru um 12.500 í 45 fé­lög­um og ætlaður fjöldi hesta á land­inu er um 92.000. Hestaslys geta verið alvarleg og forvarnir því mjög mikilvægar.
Lesa meira

Ef þú ert með dýratryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Fjölskyldu- og innbústryggingar

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Fasteignatryggingar

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

Ökutækjatryggingar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Líf- og heilsutryggingar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Ferðatryggingar