Hoppa yfir valmynd

Ófrjósemistrygging fyrir stóðhesta

Ófrjó­sem­is­trygg­ingu stóðhesta er af­notamiss­is­trygg­ing vegna rækt­un­ar og hana er aðeins hægt að kaupa með líf­trygg­ingu.

Ef þú ert með þessa trygg­ingu færðu greidd­ar bæt­ur vegna var­an­legr­ar ófrjó­semi stóðhests af völd­um slyss eða sjúk­dóms. Bæt­ur eru ein­ung­is greidd­ar eft­ir að stóðhest­ur hef­ur verið geld­ur. Tryggingarfjárhæðin er greidd að fullu ef engin hryssa hefur orðið fylfull eftir stóðhestinn á notkunartímabilinu. Ef fylj­un­ar­hlut­fall er 10% eða lægra á síðasta notk­un­ar­tíma­bili er 75% af trygg­ing­ar­fjár­hæðinni greidd.

  • Kaup­tíma­bil: Þegar hestur er 3-15 vetra gamall.
  • Vottorð: Vottorð frá dýralækni um almennt heilsufar hestsins þarf að fylgja umsókn um trygginguna. Vottorðið verður að vera innan við 30 daga gamalt og skrifað á eyðublað frá VÍS.
  • Trygg­ing­ar­fjár­hæð: Tryggingarfjárhæð ófrjósemistryggingar stóðhesta er valfrjáls fjárhæð. Gott er að hafa í huga að bætur geta aldrei orðið hærri en markaðsvirði hestsins á tjónsdegi. Tryggingarfjárhæðin kemur fram á tilboði, skírteini og endurnýjunarkvittun.
  • Gild­is­tími: Þegar hesturinn verður 15 vetra gamall fellur tryggingin niður og endurnýjast ekki.

Tryggingin bætir

  • Ef stóðhesturinn verður varanlega ófrjór af völdum slyss eða sjúkdóms.
  • Ef engin hryssa hefur orðið fylfull eftir stóðhestinn á notkunartímabilinu.

Tryggingin bætir ekki

  • Afnotamissi vegna sjúkdóma sem voru til staðar eða slysa sem urðu áður en tryggingin tók gildi.
  • Afnotamissi vegna sjúkdóma sem hestur fær innan 20 daga frá gildistöku tryggingarinnar.
  • Afnotamissi vegna vandamála sem tengjast erfðagalla.
  • Afnotamissi vegna geðslagsvandamála.
  • Afnotamissi vegna spatts.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar
Forvarnir
Frítími

Hestamennska

Skráðir fé­lag­ar hjá Land­ssam­bandi hesta­manna­fé­laga eru vel yfir 12.000 í 45 fé­lög­um og ætlaður fjöldi hesta á land­inu er um 92.000. Hestaslys geta verið alvarleg og forvarnir því mjög mikilvægar.
Lesa meira