Ferðatryggingar Símans Pay
Síminn Pay býður upp á tvær tegundir korta Léttkort og fyrirtækjakort. Í Léttkorti er hægt að kaupa ferðatryggingu áður en korthafi fer í ferð. Í fyrirtækjakorti er hægt að velja kort með eða án ferðatrygginga. Ef þú ert með ferðatryggingu í korti frá Símanum Pay getur þú leitað til okkar ef þú lendir í ferðatjóni. Við sjáum um að meta tjónið og greiða þér bætur samkvæmt skilmálum trygginganna.
- Þú þarft ekki að greiða ferð til útlanda með kortinu til að geta nýtt þér tryggingar kortsins vegna ferðatjóns erlendis.
- Þú þarft annað hvort að greiða helming ferðakostnaðar innanlands með kortinu, nýta raðgreiðslur eða bóka gistirými fyrirfram og gefa upp kortanúmer til greiðslu til að nýta tryggingar kortsins vegna ferðatjóns innanlands. Þú þarft að ganga frá kaupum og / eða bókunum áður en þú leggur af stað í ferðina frá heimili þínu.
- Ferðatryggingar kortanna gilda í allt að 60 daga.
- Í ákveðnum tilvikum þarftu að framvísa staðfestingu á ferðatryggingu. Það eru helst sjúkrastofnanir sem þú leitar til erlendis vegna alvarlegs slyss eða alvarlegra veikinda sem þurfa slíka staðfestingu.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Aðrar upplýsingar
