Ábyrgðartrygging hesta
Ábyrgðartrygging hesta er góð trygging fyrir alla hestaeigendur. Tryggingin bætir kostnað sem getur fallið á þig samkvæmt skaðabótalögum ef hestur í þinni eigu veldur þriðja aðila líkams- eða munatjóni.
- Kauptímabil: Frá fæðingu hests og út lífaldur hans.
- Tryggingarfjárhæð: Tryggingarfjárhæð ábyrgðartryggingar hesta er föst fjárhæð. Tryggingarfjárhæðin kemur fram á tilboði, skírteini og endurnýjunarkvittun.
- Gildistími: Tryggingin gildir þar til henni er sagt upp.
- Eigin áhætta: Þú berð eigin áhættu af hverju tjóni sem þú færð greitt úr ábyrgðartryggingu hesta. Upplýsingar um eigin áhættu þína koma fram á tilboði, skírteini og endurnýjunarkvittun.
Tryggingin bætir
- Tjón sem fellur á þig sem eiganda hestsins samkvæmt skaðabótalögum.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón sem verður í kjölfar ákveðins verkefnis sem hestur á að sinna. Oft kallað „tjón innan samninga“.
- Tjón sem fjölskylda þín með sama lögheimili verður fyrir eða umsjónaraðili hestsins.
- Tjón á hlutum sem þú ert með í láni.
- Tjón sem rekja má til þess að ekki hefur verið farið eftir lögum um dýrahald.
- Tjón sem rekja má til þess að hestinum verði á mistök sé hesturinn notaður í atvinnustarfsemi.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.