Vatnstjón
Ástæður vatnstjóna geta verið margskonar, allt frá mannlegum mistökum, eins og að gleyma að skrúfa fyrir, yfir í vatnstjón vegna óveðurs. Vatnstjón geta verið mjög kostnaðarsöm og því mikilvægt að huga að forvörnum og passa upp á að hafa rétta tryggingavernd.
Við erum til staðar fyrir þig ef þú lendir í vatnstjóni.
Tryggingar
- Húseigendatrygging tekur meðal annars á tjónum sem verða vegna vatnsleka frá lögnum. Tryggingin bætir einnig tjón vegna asahláku eða skyndilegs úrhellis þar sem vatn streymir frá jörðu og inn í húsnæði.
- Heimilistrygging inniheldur innbústryggingu. Innbústrygging tekur meðal annars á vatnstjónum.
- Kaskótrygging ökutækja tekur á vatnstjónum sem gerast á bundnu slitlagi, þar með talið á raf- og vélarbúnaði, ef um óvænt og skyndilegt atvik er að ræða. Sjá nánar í skilmála.
Gott að vita
- Ef þú lendir í fasteignatjóni sem þarf að bregðast fljótt við, utan vinnutíma, getur þú hringt í neyðarþjónustu VÍS í síma 560 5000. Við erum á vakt allan sólarhringinn og leiðbeinum þér um næstu skref.
- Við mælum með að þú takir myndir af vettvangi.
- Við bendum viðskiptavinum okkar á að passa upp á greiðslukvittanir svo hægt sé að framvísa þeim ef tilkynna þarf tjón.
- Þú getur séð yfirlit yfir tryggingarnar þínar í VÍS appinu eða með því að skrá þig inn á vefinn okkar.