Hoppa yfir valmynd

Ökutækja­trygg­ingar

Við getum öll lent í aðstæðum í umferðinni sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. Til að stuðla að auknu umferðaröryggi og tryggja hag allra, ef til tjóns kemur, er þér skylt að tryggja öll skráningarskyld ökutæki.

Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum.

Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.

Fá verðTilkynna tjón
Ökutækjatryggingar

Bruna­trygging ökutækja

Tryggingin hentar þeim sem vilja brunatryggja ökutæki sem eru lítið notuð og jafnvel geymd innandyra yfir vetrartímann.

Ökutækjatryggingar

Bílrúðu­trygging

Bætir brot á fram-, hliðar og afturrúðu ökutækis.

Ökutækjatryggingar

Bifhjóla­trygging

Skyldutrygging fyrir alla eigendur bifhjóla. Bætir tjón sem bifhjólið veldur öðrum.

Ökutækjatryggingar

Húsvagna­trygging

Kaskótrygging fyrir hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna.

Ökutækjatryggingar

Kaskó­trygging

Kaskótrygging bætir öll tjón á bílnum þínum nema annað sé tekið fram í skilmála eða skírteini.

Ökutækjatryggingar

Lögboðin ökutækja­trygging

Skyldutrygging fyrir öll ökutæki. Tryggingin bætir tjón sem ökutækið þitt veldur öðrum sem og slys sem þú eða sá sem keyrir ökutækið verður fyrir.

Ökutækjatryggingar

Ökuvísir

Ökuvísir er app sem inniheldur lögboðna ábyrgðartryggingu og bílrúðutryggingu og þú getur einnig bætt við kaskótryggingu. Því betur sem þú keyrir, því minna borgar þú.

Ökutækjatryggingar

Nánar um ökutækja­trygg­ingar

Lögboðin ökutækjatrygging er eina ökutækjatryggingin sem er skyldutrygging. Ef þú vilt vera með góðar alhliða ökutækjatryggingar mælum við einnig með kaskótryggingu og bílrúðutryggingu.

  • Lögboðin ökutækjatrygging: Bætir tjón sem þú veldur öðrum auk þess að innihalda slysatryggingu fyrir þig og ökumann á þínum vegum.
  • Kaskótrygging: Bætir tjón á ökutæki þínu vegna áreksturs sem þú eða ökumaður á þínum vegum er valdur að. Tryggingin bætir einnig ýmis önnur tjón á ökutækinu, þar á meðal tjón vegna eldsvoða, skemmdarverka, þjófnaðar og ýmissa veðurtengdra atvika. Kaskótrygging bætir ekki tjón af völdum náttúruhamfara nema af völdum grjóthruns, skriðufalls, snjóflóðs úr fjallshlíð, aur- eða vatnsflóðs og eldinga.
  • Bílrúðutrygging: Bætir brot á fram, aftur- og hliðarrúðum ökutækis.
  • Brunatrygging: Bætir tjón vegna bruna ökutækja sem eru geymd innandyra og eru ekki kaskótryggð. Brunatrygging ökutækja hentar einnig þeim sem vilja tryggingu frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Sú trygging bætir tjón á ökutækjum vegna náttúruhamfara eins og eldgoss, jarðskjálfta.
Nánar um ökutækjatryggingar