Tryggingar
- Húseigendatrygging er góð viðbót við lögboðna brunatryggingu. Tryggingin bætir meðal annars foktjón þegar vindhraði nær 28,5 metrum á sekúndu og brot á gleri.
- Óveðurstrygging húsa bætir tjón þegar vindhraði nær 28,5 metrum á sekúndu. Tryggingin er góð viðbót við lögboðna brunatryggingu ef húseigendatrygging er ekki til staðar. Útihús eru oft tryggð með óveðurstryggingu.
- Heimilistrygging bætir tjón á innbúi vegna óveðurs ef þak rofnar eða gluggar brotna og skemmdir verða á innbúi sem er innandyra.
- Kaskótrygging bætir öll tjón á bílnum þínum, nema annað sé sérstaklega tekið fram, þar á meðal ef bíllinn skemmist vegna foktjóns.
- Húsvagnatrygging bætir foktjón á húsvögnum á tímabilinu 1. maí til 30. september. Flestir setja vagnana sína í geymslu utan þessa tímabils en í einhverjum tilfellum eru húsvagnar geymdir utandyra allan ársins hring. Í slíkum tilfellum er hægt að kaupa lausafjártryggingu með óveðursáhættu yfir vetrarmánuðina.
- Lausafjártrygging er grunntrygging fyrir verðmæta staka muni. Hægt er m.a. að bæta við hana vernd fyrir óveðurstjóni. Algengt er að tryggja vélar, lager, tölvubúnað, húsgögn og verkfæri með lausafjártryggingu.
Gott að vita
- Ef þú lendir í fasteignatjóni sem þarf að bregðast fljótt við, utan vinnutíma, getur þú hringt í neyðarþjónustu VÍS í síma 560 5000. Við erum á vakt allan sólarhringinn og leiðbeinum þér um næstu skref.
- Við mælum með að þú takir myndir af vettvangi.
- Við bendum viðskiptavinum okkar á að passa upp á greiðslukvittanir svo hægt sé að framvísa þeim ef tilkynna þarf tjón.
- Þú getur séð yfirlit yfir tryggingarnar þínar í VÍS appinu eða með því að skrá þig inn á vefinn okkar.
Algengar spurningar um foktjón
Rúða brotnaði í óveðri, er hún bætt?
Það fauk eitthvað á bílinn minn í óveðri, er tjónið bætt?
Er foktjón á lausamunum sem geymdir eru utandyra bætt?
Hvað geri ég ef lausamunir í minni eigu skemma eigur annarra í foktjóni?
Er foktjón á markísum og fortjöldum sem fylgja húsvögnum og fellihýsum bætt?
Þak, gluggi eða aðrir hlutar húss rofnuðu í óveðri og lausamunir sem þar voru inni urðu fyrir skemmdum. Er tjónið á fasteigninni bætt? Eru lausamunirnir bættir?
Forvarnir
Náttúruvá
Náttúruvá
Óveður
Veður hefur oft áhrif á plön fólks hér á landi. Flestir þekkja vel að vera sífellt að skoða veðurspá og færð og þurfa svo að breyta plönum þar sem ekki er öruggt að vera á ferðinni. Veðurstofan gefur út viðvaranir eftir litum út frá því hversu mikil áhrif veðrið getur haft. Mikilvægt er að taka mark á þeim og gera allt til að koma í veg fyrir tjón og slys.
Lesa meira