Fasteignatryggingar
Fasteignatryggingar eru fyrir allar fasteignir hvort sem um er að ræða fullbúnar fasteignir eða fasteignir í byggingu.
Brunatrygging er lögboðin trygging og er öllum fasteignaeigendum skylt að tryggja fasteign sína gegn eldsvoða. Við mælum með húseigendatryggingu til viðbótar við lögboðna brunatryggingu. Húseigendatrygging veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum. Algeng tjón sem bætt eru úr húseigendatryggingu eru vatnstjón frá lögnum, rúðubrot og óveðurstjón.
Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum. Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.
Þarftu viðbótarbrunatryggingu?
Hefur þú staðið fyrir endurbótum á fasteign þinni eða byggt við hana og í kjölfarið látið taka hana út en ekki fengið endurmat á brunabótamati sem stendur undir endurbyggingarkostnaði?
Viðbótarbrunatrygging tryggir þann mismun sem kann að vera milli brunabótamats og endurbyggingarkostnaðar. Æskilegt er að tryggingarfjárhæðin dugi til að koma fasteigninni að fullu í fyrra horf eftir bruna.
Hér getur þú reiknað út hvort þú þurfir viðbótarbrunatryggingu.