Hoppa yfir valmynd

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns. 

Brunatrygging er lögboðin trygging og er öllum fasteignaeigendum skylt að tryggja fasteign sína gegn eldsvoða. Við mælum með húseigendatryggingu til viðbótar við lögboðna brunatryggingu. Húseigendatrygging veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum.

Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum.

Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.

Fá verðTilkynna tjón
Fasteignatryggingar

Bygg­inga­trygging

Tryggingin samanstendur af bruna- og húseigendatryggingu, ábyrgðartryggingu og slysatryggingu og er sett saman eftir þínum þörfum.

Eignatryggingar

Bruna­trygging húseigna í smíðum

Ef þú ert að byggja þarftu að tryggja eignina gegn eldsvoða, sama á hvaða byggingarstigi hún er.

Eignatryggingar

Húsfélög og trygg­ingar

Húsfélög sjá oft um kaup á einni sameiginlegri húseigendatryggingu fyrir íbúðir hússins.

Eignatryggingar

Húseig­enda­trygging íbúð­ar­hús­næðis

Húseigendatrygging er góð viðbót við lögboðna brunatryggingu. Húseigendatrygging veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum.

Eignatryggingar

Lögboðin bruna­trygging

Ef þú átt fasteign ber þér að tryggja hana gegn eldsvoða. Þetta á við um allar tegundir fasteigna.

Eignatryggingar

Sumar­húsa­trygging

Sumarhúsatrygging er í grunninn lögboðin brunatrygging en þú getur bætt við trygginguna og þannig tryggt sumarhúsið þitt eins og best verður á kosið og eftir þínum þörfum.

Eignatryggingar

Viðbót­ar­bruna­trygging húseigna

Tryggingin kemur til viðbótar lögboðinni brunatryggingu húseigna og er ætlað að hækka tryggingarfjárhæð þegar talið er að eign sé verðmætari en brunabótamat hennar segir til um.

Eignatryggingar

Þarftu viðbót­ar­bruna­trygg­ingu?

Hefur þú staðið fyrir endurbótum á fasteign þinni eða byggt við hana og í kjölfarið látið taka hana út en ekki fengið endurmat á brunabótamati sem stendur undir endurbyggingarkostnaði?

Viðbótarbrunatrygging tryggir þann mismun sem kann að vera milli brunabótamats og endurbyggingarkostnaðar. Æskilegt er að tryggingarfjárhæðin dugi til að koma fasteigninni að fullu í fyrra horf eftir bruna.

Hér getur þú reiknað út hvort þú þurfir viðbótarbrunatryggingu.

Opna reiknivél
Þarftu viðbótarbrunatryggingu?