Hoppa yfir valmynd

Nánari upplýs­ingar um ferða­trygg­ingar

  • Ferðatryggingar kreditkorta innihalda almennar ferðatryggingar en bótasvið þeirra og gildistími er mismunandi eftir tegundum korta. VÍS er tryggingafélag kreditkorta Íslandsbanka, kreditkorta Sparisjóðanna og léttkorts Símans Pay.
  • Ferðatrygging heimilistryggingar er víðtæk ferðatrygging sem gildir í 92 daga. Hún býður upp á ýmsar viðbætur eins og framlengingu á gildistíma og vernd ef þú ætlar að stunda áhættusamar tómstundir eða keppa í íþróttum erlendis.
  • Helsti kosturinn við að vera bæði með ferðatryggingu kreditkorts og ferðatryggingu heimilistryggingar er sá að ef hámarksbótafjárhæð er náð í annarri tryggingunni þá tekur hin tryggingin við ef um er að ræða umfangsmikið tjón.
  • Ef þú ætlar að dvelja erlendis umfram gildistíma ferðatrygginga bendum við þér á sjúkrakostnaðartryggingu erlendis.
Staðfesting ferðatryggingar
Nánari upplýsingar um ferðatryggingar

Ef þú ert með ferðatryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Fjölskyldu- og innbústryggingar

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Fasteignatryggingar

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

Ökutækjatryggingar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Líf- og heilsutryggingar

Dýra­trygg­ingar

Dýrin þarf að tryggja rétt eins og aðra fjölskyldumeðlimi. Með því að tryggja hestinn þinn, hundinn eða köttinn kemur þú í veg fyrir að lenda í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð dýrsins þíns.

Dýratryggingar