Þú stjórnar verðinu
Í lok hvers mánaðar borgar þú eftir því hvaða aksturseinkunn þú færð. Verðið lækkar enn frekar með því að keyra undir 500 km í mánuðinum. Verðið er gagnsætt og býðst öllum sama verðið.
Í reiknivélinni getur þú séð hvaða verð þú gætir fengið fyrir góðan akstur. Þú getur prófað Ökuvísi áður en þú ákveður þig til þess að sjá hvaða aksturseinkunn þú færð og hversu mikið þú keyrir.
Hvernig virkar Ökuvísir?
Ef þú vilt vita hvernig Ökuvísir virkar er best að prófa appið. Þú getur prófað í 14 daga, án skuldbindinga, áður en þú ákveður að koma í Ökuvísi. Ökuvísir er bæði app og lítill kubbur sem þú notar til þess að tryggja bílinn þinn þar sem verðlaunað er fyrir góðan akstur. Ökuvísir mælir aksturslagið þitt og gefur þér aksturseinkunn sem byggir á:
- Hraða.
- Hröðun.
- Hraða í beygjum.
- Hemlun.
- Símanotkun undir stýri.
Öruggur akstur margborgar sig
Ökuvísir stuðlar að bættri umferðarmenningu og fækkar slysum í umferðinni. Þeir viðskiptavinir okkar sem tryggja bílana sína með Ökuvísi lenda síður í slysum en aðrir viðskiptavinir.
Við viljum að viðskiptavinir okkar njóti góðs af þessum góða árangri. Öruggur akstur margborgar sig.
Þú getur prófað Ökuvísi í fjórtán daga án þess að kaupa trygginguna og þannig fengið vísbendingu um aksturseinkunn þína. Skoðaðu hvað tryggingin kostar í appinu miðað við mismunandi aksturseinkunn.
Ertu besti ökumaðurinn í hópnum?
Í Ökuvísi getur þú skorað á vini og vandamenn í keppni þar sem þið getið borið saman aksturseinkunn ykkar á stigatöflu. Það er ekki krafa um að tryggja bílinn í Ökuvísi til þess að taka þátt. Þannig að það er um að gera að skora á fólk í keppni.
Hvernig bý ég til keppni?
- Náðu í Ökuvísi í símann þinn.
- Farðu í „Stigatöflur“ og veldu „Búa til stigatöflu“.
- Sendu kóðann á þátttakendur í keppninni.
- Keyrðu vel.
Skilmálar, afslættir og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að kynna sér skilmálana vel og átta sig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Afslættir og aðrar upplýsingar
Eru fleiri en þú að keyra bílinn?
Ef einhver annar en þú keyrir bílinn þinn þá hefur það áhrif á aksturseinkunn bílsins og þ.a.l. hvað þú borgar á mánuði. Þess vegna er best að bjóða þeim sem keyra bílinn þinn að ná í Ökuvísis appið og bæta þeim við sem ökumenn á bílnum í appinu. Þá geta allir séð aksturseinkunnina sína.
Ökumenn bílsins geta ekki séð einkunn hvors annars eða hvert var keyrt. Ökuvísir passar upp á persónuverndina.
Ökuvísir er frábær lausn ef maki eða unga fólkið á heimilinu er mikið á bílnum.