Hoppa yfir valmynd

Hesta­trygg­ingar

Við vitum að íslenski hesturinn er einstakur. Þess vegna er mikilvægt að tryggja hann eins og aðra í fjölskyldunni. Hestatryggingar koma í veg fyrir að þú lendir í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð hestsins.

Við bjóðum upp á sjö góðar tryggingar fyrir hesta sem þú getur sett saman á mismunandi hátt, allt eftir þínum þörfum. Þú getur keypt hestatryggingar hjá okkur ef þú ert nú þegar með aðrar tryggingar en dýratryggingar hjá VÍS.

Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum. Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.

Fá tilboðTilkynna tjón
Hestatryggingar

Ábyrgð­ar­trygging hesta

Trygg­ing­in bæt­ir kostnað sem get­ur fallið á þig sam­kvæmt skaðabóta­lög­um ef hest­ur í þinni eigu veld­ur þriðja aðila lík­ams- eða muna­tjóni.

Hestatryggingar

Góðhesta­trygging

Góðhestatrygging er víðtækasta hestaverndin okkar og góð trygg­ing fyr­ir eig­end­ur keppn­is­hesta.

Hestatryggingar

Kynbóta­hryssu­trygging

Í trygg­ing­unni er tak­mörkuð líf­trygg­ing og af­notamiss­is­trygg­ing vegna kyn­bóta­rækt­un­ar. Í henni er einnig fyl- og fol­alda­trygg­ing sem gild­ir þangað til fol­ald er 30 daga gam­alt.

Hestatryggingar

Ófrjó­sem­is­trygging fyrir stóð­hesta

Ófrjó­sem­is­trygg­ingu stóðhesta er af­notamiss­is­trygg­ing vegna rækt­un­ar og hana er aðeins hægt að kaupa með líf­trygg­ingu.

Hestatryggingar

Reið­hesta­trygging

Góð trygg­ing fyr­ir eig­end­ur tómstundahesta. Í trygg­ing­unni er tak­mörkuð líf­trygg­ing og af­notamiss­is­trygg­ing vegna reiðar.

Hestatryggingar

Sjúkra­kostn­að­ar­trygging hesta

Trygg­ingin greiðir bæt­ur vegna lækn­is­kostnaðar í kjöl­far sjúk­dóms eða slyss.

Hestatryggingar

Takmörkuð líftrygging hesta

Tryggingin greiðir bæt­ur ef hest­ur deyr af völd­um slyss eða sjúk­dóms, ef taf­ar­laus af­líf­un er ráðlögð af dýra­lækni eða ef hest­ur hverf­ur og finnst ekki aft­ur inn­an 4 mánaða þrátt fyr­ir leit.

Hestatryggingar