Hestatryggingar
Við vitum að íslenski hesturinn er einstakur. Þess vegna er mikilvægt að tryggja hann eins og aðra í fjölskyldunni. Hestatryggingar koma í veg fyrir að þú lendir í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð hestsins.
Við bjóðum upp á sjö góðar tryggingar fyrir hesta sem þú getur sett saman á mismunandi hátt, allt eftir þínum þörfum. Þú getur keypt hestatryggingar hjá okkur ef þú ert nú þegar með aðrar tryggingar en dýratryggingar hjá VÍS.
Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum. Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.

Ábyrgðartrygging hesta
Tryggingin bætir kostnað sem getur fallið á þig samkvæmt skaðabótalögum ef hestur í þinni eigu veldur þriðja aðila líkams- eða munatjóni.
Góðhestatrygging
Góðhestatrygging er víðtækasta hestaverndin okkar og góð trygging fyrir eigendur keppnishesta.
Kynbótahryssutrygging
Í tryggingunni er takmörkuð líftrygging og afnotamissistrygging vegna kynbótaræktunar. Í henni er einnig fyl- og folaldatrygging sem gildir þangað til folald er 30 daga gamalt.
Ófrjósemistrygging fyrir stóðhesta
Ófrjósemistryggingu stóðhesta er afnotamissistrygging vegna ræktunar og hana er aðeins hægt að kaupa með líftryggingu.
Reiðhestatrygging
Góð trygging fyrir eigendur tómstundahesta. Í tryggingunni er takmörkuð líftrygging og afnotamissistrygging vegna reiðar.
Sjúkrakostnaðartrygging hesta
Tryggingin greiðir bætur vegna lækniskostnaðar í kjölfar sjúkdóms eða slyss.
Takmörkuð líftrygging hesta
Tryggingin greiðir bætur ef hestur deyr af völdum slyss eða sjúkdóms, ef tafarlaus aflífun er ráðlögð af dýralækni eða ef hestur hverfur og finnst ekki aftur innan 4 mánaða þrátt fyrir leit.