Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 10.12.2025

Áttu bókaða skíðaferð?

Skíðaferðir erlendis eru vinsælar og ekki skrítið þar sem víða taka við kílómetra langar brekkur og ótrúleg fjallasýn.

Allir vilja koma heilir heim úr þeim ferðum eins og öðrum en því miður er það ekki alltaf þannig. Tölur okkar sýna að kostnaður við skíðaslys getur hlaupið á milljónum þannig að það borgar sig að vera viss um að tryggingarnar séu í lagi og renna yfir helstu forvarnir og viðbrögð ef eitthvað óvænt gerist áður en farið er af stað.