Hoppa yfir valmynd
Fréttasafn  | 05.07.2023

Aftur skelfur jörð við Fagradalsfjall

Enn lætur móðir náttúra finna fyrir sér með jarðskjálftum við Fagradalsfjall.

Jarðskjálftarnir við Fagradalsfjall minna okkur á að huga að því hvernig eigi að bregðast við og ganga frá heima til að minnka líkur á slysum og tjónum af völdum þeirra.

Þessir skjálftar minna okkur á að huga að því hvernig eigi að bregðast við og ganga frá heima til að minnka líkur á slysum og tjónum af völdum jarðskjálfta. Góða samantekt á því má sjá hér.

Hvernig eru eigur mínar tryggðar gagnvart jarðskjálftum?

Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTI) bætir tjón á brunatryggðum húseignum sem verða fyrir tjóni vegna eldgoss og jarðskjálfta. Hún bætir einnig tjón á innbúi og öðrum innanstokksmunum ef fjölskyldu- eða lausafjártrygging er til staðar.

Þarf ég að huga að mínum tryggingum?

Þú þarft að vera viss um að brunatrygging sé á því sem þú vilt að sé tryggt fyrir jarðskjálftum og að tryggingarverndin endurspegli verðmæti þess sem tryggt er. Inni á vis.is sérðu hvaða tryggingar þú ert með.

  • Fasteign
    Ef þú átt fasteign ber þér að brunatryggja hana samkvæmt lögum. Með brunatryggingu er fasteignin sjálfkrafa tryggð hjá NTÍ. Ef þú telur brunabótamat fasteignarinnar ekki endurspegla verðmæti hennar getur þú keypt viðbótarbrunatryggingu.
  • Innbú
    Ef þú ert með F plús fjölskyldutryggingu eða lausafjártryggingu er innbúið brunatryggt og því sjálfkrafa tryggt hjá NTÍ gangvart tjóni vegna jarðskjálfta og eldgoss. Það er mikilvægt að innbúsverðmæti tryggingarinnar endurspegli raunverulegt virði innbúsins. Hér er reiknivél sem hjálpar þér að áætla verðmæti innbúsins.
  • Bílar
    Brunatryggja þarf ökutæki sérstaklega svo þau séu tryggð hjá NTÍ en hvorki lögbundin ábyrgðartrygging né kaskótrygging bætir tjón vegna jarðskjálfta eða eldgoss.