Skaðsemisábyrgð
Skaðsemisábyrgð er hugsuð fyrir fyrirtæki og rekstraraðila sem framleiða og selja vörur. Ábyrgð getur skapast þegar varan veldur tjóni hjá neytendum vegna galla.
Ábyrgðin getur þá náð til bæði líkams- og munatjóna. Um ábyrgðina gilda lög um skaðsemisábyrgð.
Tryggingin bætir
- Líkamstjón starfsfólks eða annarra þegar skaðabótaábyrgð er til staðar vegna galla vöru.
- Tjón á munum eftir að vara hefur verið afhent og ef skaðabótaábyrgð er til staðar.
Valfrjáls vernd: Víðtæk vöruábyrgð bætir tjón á munum sem eru framleiddir úr söluvöru þinni, ef um skaðsemisábyrgð sé að ræða.
Tryggingin bætir ekki
- Skemmdir á söluvörunni sjálfri.
- Tjón, útgjöld eða kostnað þegar þú tekur við söluvörunni aftur, býrð til eða afgreiðir nýja vöru eða gerir við, eyðileggur eða flytur á brott vöru eða gerir aðrar þess háttar ráðstafanir vegna galla á söluvörunni.
- Tjón á munum sem búnir eru til úr söluvörunni þinni, eru skeyttir eða blandaðir við hana, nema víðtæk vöruábyrgð sé til staðar.
- Rekstrartap, afnotamissir eða annað óbeint tjón.
- Tjón af völdum söluvöru sem notuð er við rekstur loftfars og á annað hvort þátt í flugslysi eða veldur hættu á því.
- Tjón sem rekja má til tóbaks og tóbaksvara.
- Tjón sem rakin eru til mengunar. Þó getur skapast bótaskylda vegna skyndilegs atburðar.
- Tjón sem rekja má til galla á vöru sem er seld eða afhent eftir að sala hennar hefur verið bönnuð á markaði.
- Sektir eða önnur refsiviðurlög. Einnig refsikenndar bætur.
- Tjón sem beint eða óbeint verður af völdum hryðjuverka vegna hvers konar líffræðilegra eða efnafræðilegra áhrifa og/eða eitrunar, þ.m.t. vegna sýkla og veira.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.