Landbúnaðartrygging
Landbúnaðartrygging er ætluð bændum sem leggja stund á hefðbundnar búgreinar eins og sauðfjárrækt og kúabúskap.
Tryggingin bætir tjón sem verður á lausafé (búfé, fóðri, áhöldum og tækjum), við stöðvun á rekstri og ef reksturinn ber skaðabótaábyrgð á tjóni sem hann veldur öðrum með saknæmum og ólögmætum hætti. Tryggingunni fylgir vernd fyrir náttúruhamförum frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Tryggingin bætir
- Brunatjón.
- Óveðurstjón á lausafé innanhús þegar vindur nær 28,5 metrum á sekúndu og hefur rofið þak, glugga eða aðra hluti hússins.
- Raflost á búfé sem leiðir til dauða.
- Umferðaróhapp á búfé sem leiðir til dauða ef tjónið fæst ekki bætt af þeim sem olli tjóninu.
- Framlegðartap vegna stöðvunar á rekstri af völdum bruna.
- Óhjákvæmilegan aukakostnað sem rakinn verður til bruna.
- Bætir líkamstjón starfsfólks eða utanaðkomandi aðila þegar skaðabótaábyrgð er til staðar.
- Tjón á munum þegar skaðabótaábyrgð er til staðar.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón á munum vegna elds eða hita við upphitun, suðu, þurrkun, reykingu eða þess háttar og brenna af þeirri ástæðu eða skemmast.
- Tjón sem verða á raftækjum eða rafeindatækjum vegna skammhlaups eða frá þrumum og eldingum í rafmögnuðu óveðri, nema að tjónið sé vegna eldsvoða eða sé afleiðing eldsvoða.
- Tjón vegna óveðurs á munum sem geymdir eru úti.
- Framlegðartap sem hlýst af rekstrarstöðvun vegna endurbóta, stækkunar, fjármagnsskorts, fyrirmæli hins opinbera eða sambærilegra atvika.
- Rekstrartap sem hlýst af verkbanni og/eða verkfalli.
- Tjón innan samninga vegna vanefnda.
- Sektir, málskostnað eða önnur útgjöld í sambandi við refsimál.
- Tjón sem rekja má til asbests eða efnis sem inniheldur asbest að einhverju leyti.
- Tjón vegna byggingarframkvæmda á fasteign sem vátryggður er eigandi að.
- Trygging frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er innifalin. Sú trygging bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
- Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
- Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.