Hoppa yfir valmynd

Katta­trygg­ingar

Við vitum að kettir eru uppátækjasamir, forvitnir og frábær félagsskapur. Þess vegna er mikilvægt að tryggja þá eins og aðra í fjölskyldunni. Kattatryggingar koma í veg fyrir að þú lendir í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð kattarins.

Við bjóðum upp á fimm góðar tryggingar fyrir ketti sem þú getur sett saman á mismunandi hátt, allt eftir þínum þörfum. Þú getur keypt kattatryggingar hjá okkur ef þú ert með heimilistryggingu hjá VÍS.

Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum. Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.

Fá tilboðTilkynna tjón
Kattatryggingar

Afnotamiss­is­trygging katta

Góð trygging fyrir alla sem eiga kött sem notaður er í kynbótaræktun.

Kattatryggingar

Ábyrgð­ar­trygging katta

Trygg­ing­in bæt­ir kostnað sem get­ur fallið á þig sam­kvæmt skaðabóta­lög­um ef kött­ur í þinni eigu veld­ur þriðja aðila lík­ams- eða muna­tjóni.

Kattatryggingar

Líftrygging katta

Tryggingin greiðir bæt­ur ef kött­ur deyr af völd­um slyss eða sjúk­dóms eða ef af­líf­un er ráðlögð af dýra­lækni.

Kattatryggingar

Sjúkra­kostn­að­ar­trygging katta

Trygg­ingin greiðir bætur vegna lækn­is­kostnaðar í kjöl­far sjúk­dóms eða slyss.

Kattatryggingar

Umönn­un­ar­trygging katta

Tryggingin greiðir bæt­ur vegna vist­un­ar katt­ar á dýra­hót­eli ef þú get­ur ekki ann­ast hann heima vegna tíma­bund­ins sjúk­dóms eða slyss heim­il­is­fólks.

Kattatryggingar