Hundatryggingar
Við vitum að hundurinn er besti vinur mannsins. Þess vegna er mikilvægt að tryggja hann eins og aðra í fjölskyldunni. Hundatryggingar koma í veg fyrir að þú lendir í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð hundsins.
Við bjóðum upp á fimm góðar tryggingar fyrir hunda sem þú getur sett saman á mismunandi hátt, allt eftir þínum þörfum. Þú getur keypt hundatryggingar hjá okkur ef þú ert nú þegar með aðrar tryggingar en dýratryggingar hjá VÍS.
Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum. Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.
Afnotamissistrygging hunda
Góð trygging fyrir alla sem eiga sérþjálfaðan hund eða hund sem notaður er í kynbótaræktun.
Ábyrgðartrygging hunda
Tryggingin bætir kostnað sem getur fallið á þig samkvæmt skaðabótalögum ef hundur í þinni eigu veldur þriðja aðila líkams- eða munatjóni.
Líftrygging hunda
Tryggingin greiðir bætur ef hundur deyr af völdum slyss eða sjúkdóms, ef aflífun er ráðlögð af dýralækni eða ef hundurinn hverfur og finnst ekki, þrátt fyrir leit.
Sjúkrakostnaðartrygging hunda
Tryggingin greiðir bætur vegna lækniskostnaðar í kjölfar sjúkdóms eða slyss.
Umönnunartrygging hunda
Tryggingin greiðir bætur vegna vistunar hunds á dýrahóteli ef þú eða annar fjölskyldumeðlimur sem býr á sama stað slasast eða veikist svo alvarlega að ekki er hægt að veita hundinum þá umönnun sem hann þarfnast.