Hoppa yfir valmynd

Hunda­trygg­ingar

Við vitum að hundurinn er besti vinur mannsins. Þess vegna er mikilvægt að tryggja hann eins og aðra í fjölskyldunni. Hundatryggingar koma í veg fyrir að þú lendir í ófyrirséðum kostnaði samhliða því að hafa áhyggjur af velferð hundsins.

Við bjóðum upp á fimm góðar tryggingar fyrir hunda sem þú getur sett saman á mismunandi hátt, allt eftir þínum þörfum. Þú getur keypt hundatryggingar hjá okkur ef þú ert nú þegar með aðrar tryggingar en dýratryggingar hjá VÍS.

Í spurningasafninu okkar finnur þú svör við mörgum algengum spurningum. Hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef eitthvað er óljóst — við aðstoðum þig með ánægju.

Fá tilboðTilkynna tjón
Hundatryggingar

Afnotamiss­is­trygging hunda

Góð trygging fyrir alla sem eiga sérþjálfaðan hund eða hund sem notaður er í kynbótaræktun.

Hundatryggingar

Ábyrgð­ar­trygging hunda

Trygg­ing­in bæt­ir kostnað sem get­ur fallið á þig sam­kvæmt skaðabóta­lög­um ef hund­ur í þinni eigu veld­ur þriðja aðila lík­ams- eða muna­tjóni.

Hundatryggingar

Líftrygging hunda

Tryggingin greiðir bætur ef hundur deyr af völdum slyss eða sjúkdóms, ef aflífun er ráðlögð af dýralækni eða ef hundurinn hverfur og finnst ekki, þrátt fyrir leit.

Hundatryggingar

Sjúkra­kostn­að­ar­trygging hunda

Trygg­ingin greiðir bætur vegna lækn­is­kostnaðar í kjöl­far sjúk­dóms eða slyss.

Hundatryggingar

Umönn­un­ar­trygging hunda

Tryggingin greiðir bætur vegna vistunar hunds á dýrahóteli ef þú eða annar fjölskyldumeðlimur sem býr á sama stað slasast eða veikist svo alvarlega að ekki er hægt að veita hundinum þá umönnun sem hann þarfnast.

Hundatryggingar

Ef þú ert með dýratryggingar

gætir þú einnig haft áhuga á eftirfarandi tryggingum.

Fjöl­skyldu- og innbús­trygg­ingar

Öll eigum við það sameiginlegt að geta lent í óvæntum uppákomum á lífsleiðinni sem valda tjóni á innbúi eða slysum á fólki. Þess vegna er mikilvægt að þú tryggir fjölskylduna þína vel og hlutina sem þið eigið.

Fjölskyldu- og innbústryggingar

Fast­eigna­trygg­ingar

Oftast eru kaup á fasteign ein stærsta fjárfesting sem við ráðumst í á lífsleiðinni. Því er mikilvægt að við pössum upp á að eignin sé rétt tryggð til að lágmarka fjárhagslegar afleiðingar eignatjóns.

Fasteignatryggingar

Ökutækja­trygg­ingar

Öll getum við gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með góðar ökutækjatryggingar. 

Ökutækjatryggingar

Líf- og heilsu­trygg­ingar

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í alvarlegu slysi en staðreyndin er þó sú að allir geta lent í þeim aðstæðum. Fjárhagslegt öryggi fjölskyldunnar er tryggt með góðum líf- og heilsutryggingum.

Líf- og heilsutryggingar

Ferða­trygg­ingar

Ertu að skipuleggja ferðalag? Hvort sem þú ert að fara í frí, nám, vinnuferð eða vegna annarra erinda, mælum við með því að þú farir yfir það hvort þú sért með ferðatryggingar sem henta þér.

Ferðatryggingar