Hópslysatrygging íþróttafólks
Hópslysatrygging íþróttafólks tryggir íþróttaiðkendur hjá hinu tryggða íþróttafélagi og er ætlað að dekka slys sem iðkendur verða fyrir á æfingum eða í keppni á vegum sinna félaga.
Tryggingin felur í sér slysatryggingu í grunninn en einnig er hægt að velja um sjúkrakostnaðartryggingu erlendis, sé óskað eftir því sérstaklega.
Tryggingin greiðir
Slysatrygging
Félagið greiðir bætur vegna slyss er vátryggður verður fyrir, ef það leiðir til:
- Andláts.
- Varanlegrar læknisfræðilegrar örorku.
- Tímabundins missis starfsorku.
- Tannbrots.
Félagið greiðir einnig innlendan slysakostnað fyrir 15 ára og yngri vegna slyssins. Slysakostnaður er eingöngu greiddur að því marki sem hann fæst ekki greiddur hjá Tryggingastofnun ríkisins.
Sjúkrakostnaðartrygging erlendis (valfrjáls)
Ef vátryggður slasast, veikist eða deyr erlendis bætir vátryggingin:
- Sjúkrakostnað.
- Læknishjálp og lyf að læknisráði.
- Kvalastillandi tannviðgerðir í neyðartilvikum.
- Aukaútgjöld vegna heimferðar eða ferðar til þess að ná fyrirfram ákveðinni ferðaáætlun vegna tafar af völdum sjúkravistar vátryggðs að læknisráði, ásamt ferðakostnaði fylgdarmanns telji læknirinn slíks þörf.
- Flutning á látnum. Látist vátryggður erlendis greiðir félagið kostnað við flutning hins látna til Íslands svo og aukakostnað samferðamanns hans og kostnað við lögboðnar ráðstafanir.
Tryggingin greiðir ekki
Slysatrygging
- Slys í bjargsigi, kletta-, fjalla- og ísklifri.
- Slys í fjallgöngu af hvaða tegund sem er í yfir 4.000 metra hæð frá sjávarmáli.
- Slys í köfun með súrefniskút og fríköfun (án súrefnis) á meira dýpi en 10 metrar.
- Slys í loftbelgs-, svifvængja-, dreka-, svif-, fisvélaflugi og öðrum sambærilegum athöfnum.
- Slys í teygjustökki, fallhlífarstökki og BASE stökki og öðrum sambærilegum athöfnum.
- Slys sem verða í handalögmálum eða við þátttöku í refsiverðum verknaði.
Sjúkrakostnaðartrygging erlendis (valfrjáls)
Ef vátryggður slasast, veikist eða deyr erlendis bætir vátryggingin:
- Langvinna sjúkdóma eða slys sem vátryggður hefur notið læknishjálpar við á síðastliðnum 12 mánuðum.
- Áframhaldandi læknismeðferðir ef vátryggður neitar að láta flytja sig heim þrátt fyrir ráð læknis sem hefur stundað hann og ráðgefandi læknis félagsins.
- Læknismeðferðir erlendis lengur en í þrjá mánuði.
- Lyfjakostnað án læknisráðs, gervilimi og gervitennur, gleraugu, snertisjóngler, heyrnartæki og önnur sambærileg tæki.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.