VÍS appið
Náðu i appið fyrir iPhone eða Android og hafðu samband eða kíktu í heimsókn ef þú hefur einhverjar spurningar — við aðstoðum þig með ánægju.
Hvað get ég gert í VÍS appinu?
- Í appinu getur þú tilkynnt tjón, fengið tilboð í tryggingar, séð yfirlit tryggingar og næstu greiðslur.
- Þú finnur vildarkerfið okkar í appinu og getur séð í hvaða vildarþrepi þú ert og hvaða vildarkjör þú færð.
- Þú getur virkjað afslætti hjá samstarfsaðilum okkar í appinu.
- Þú getur pantað gjafir í appinu.
- Ef þú hefur kveikt á tilkynningum í appinu látum við þig vita þegar komið er að dekkjaskiptum, þegar trampólínið þarf að fara inn eða ef von er á óveðri.
Appið
Hvernig virkar vildarkerfið?
Vildarkjör
Notkunarskilmálar
VÍS Appið er smáforrit í boði Vátryggingafélags Íslands hf. sem veitir viðskiptavinum VÍS yfirsýn yfir þær tryggingar sem þeir eru með, gerir þeim mögulegt að tilkynna tjón með einföldum hætti og hafa yfirsýn yfir stöðu þeirra tjóna sem þegar hafa verið tilkynnt, býður upp á forvarnafræðslu auk þess að upplýsa um kjör og fríðindi sem tengjast VÍSvild, vildarkerfi VÍS. Innskráning í smáforritið fer fram með rafrænum skilríkjum í farsíma.