Hoppa yfir valmynd

Vinnuvélatrygging

Vinnuvélatrygging tekur á tjónum sem verða á tryggðri vinnuvél vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.

Tryggingunni fylgir vernd fyrir náttúruhamförum frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands.

Tryggingin bætir

  • Tjón á vinnuvélinni sjálfri vegna skyndilegs og ófyrirsjáanlegs utanaðkomandi atviks.

Tryggingin bætir ekki

  • Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
  • Tjón sem orsakast af snöggum hita og/eða rakabreytingum.
  • Skemmdir af sliti, göllum í smíði eða gerð, rangri samsetningu, broti eða annarri bilun í eða á vinnuvélinni.
  • Skemmdir á málningu eða rispur á húsi eða hlífum vinnuvélarinnar sem eðlilegar mega teljast vegna notkunar vinnuvélarinnar.
  • Brot eða skemmdir á ljóskerum eingöngu.
  • Skemmdir á rafmagnsleiðslum, mælum eða rafgeymum vegna skammhlaups sem ekki veldur eldsvoða.
  • Þjófnað á einstökum hlutum vinnuvélarinnar.
  • Trygging frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er innifalin. Sú trygging bætir tjón vegna eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar