Hoppa yfir valmynd

Verktrygging

Verktrygging er ætluð verktökum. Með tryggingunni ábyrgist VÍS verkkaupa með óafturkallanlegum hætti greiðslu vegna vanefnda verktaka á verksamningi milli aðila. Tryggingarfjárhæðin er yfirleitt tilgreind sem ákveðið hlutfall af samningsfjárhæð í verksamningi.

Forsenda fyrir veitingu verktryggingar er að tryggingartaki sé viðskiptavinur VÍS og að hann skuldbindi sig til að standa skil á þeirri fjárhæð sem VÍS kann að þurfa að greiða með því að leggja fram fasteignaveð eða handveð.

Tryggingin bætir

  • Tjón sem verkkaupi verður fyrir ef tryggingartaki efnir ekki skyldur sínar samkvæmt verksamningi.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón sem varða verk sem ekki eru tilgreind á skírteini og eru ekki hluti af þeim verksamningi sem tryggður er.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar