Verktakatrygging (CAR)
Verktakatrygging er víðtæk trygging fyrir eigendur eða verktaka í framkvæmdum sem vilja tryggja verkið fyrir skyndilegu og ófyrirsjáanlegu tjóni.
Tryggingin bætir
- Skyndilegt og ófyrirséð tjón við framkvæmd verksins á verkstað.
- Kostnað við hreinsun á bótaskyldu tjóni.
Valfrjáls vernd
- Vélar og tæki hins tryggða á verkstað.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón sem stafar af rangri, gallaðri eða ófullkominni hönnun, áætlun og/eða útreikningi.
- Tjón sem stafar af röngu eða gölluðu efni og/eða vinnubrögðum.
- Venjulegt viðhald.
- Óbein eða afleidd tjón.
- Tjón á peningum, teikningum eða öðrum skjölum.
- Vöntun eða rýrnun sem kemur fram við birgðatalningu.
- Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
- Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.