Verktakatrygging (CAR)
Verktakatrygging er víðtæk trygging fyrir eigendur eða verktaka í framkvæmdum sem vilja tryggja verkið fyrir skyndilegu og ófyrirsjáanlegu tjóni.
Tryggingin bætir
- Skyndilegt og ófyrirséð tjón við framkvæmd verksins á verkstað.
- Kostnað við hreinsun á bótaskyldu tjóni.
Valfrjáls vernd
- Vélar og tæki hins tryggða á verkstað.
Tryggingin bætir ekki
- Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
- Tjón sem stafar af rangri, gallaðri eða ófullkominni hönnun, áætlun og/eða útreikningi.
- Tjón sem stafar af röngu eða gölluðu efni og/eða vinnubrögðum.
- Venjulegt viðhald.
- Óbein eða afleidd tjón.
- Tjón á peningum, teikningum eða öðrum skjölum.
- Vöntun eða rýrnun sem kemur fram við birgðatalningu.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.