Hoppa yfir valmynd

Véla- og rafeindatækjatrygging

Tryggðar eru vélar og rafeindatæki eftir að tækin hafa verið uppsett að fullu og eru tilbúin til notkunar. Tryggingin tryggir tækin sjálf en ekki búnað sem skipt er um í reglulegu viðhaldi.

Tryggingin bætir

  • Tjón vegna sóts, ofhitnunar, sviðnunar og bráðnunar án þess að eldur verði laus.
  • Tjón vegna skammhlaups.
  • Tjón vegna skemmdarverka.
  • Tjón vegna ógætilegrar meðferðar starfsfólks eða viðskiptavina.
  • Tjón vegna vatns eða vökva sem hellist niður eða lekur á tryggt tæki.
  • Tjón vegna tilfallandi vinnsluóhappa.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón af völdum eldsvoða.
  • Tjón sem ábyrgð seljanda eða framleiðanda nær til.
  • Tjón vegna ryðs, tæringar eða slits vegna eðlilegrar notkunar.
  • Tjón vegna galla eða rangrar samsetningar.
  • Tjón vegna þjófnaðar eða innbrots.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar