Tækjatrygging
Tækjatrygging er hugsuð fyrir rafeindatæki eins og síma, tölvur og myndavélar, þvottavélar og sjónvörp. Tækjatryggingin er seld hjá söluaðila tækisins og verður að kaupa hana á sama tíma og tækið er keypt.
Tryggingin bætir
- Tjón á tækinu af völdum skyndilegs og ófyrirsjáanlegs atviks.
- Tjón á tækinu af völdum innri bilunar.
Tryggingin bætir ekki
- Tjón sem orsakast af hita eða rakabreytingum.
- Tjón sem rekja má til eðlilegs slits vegna notkunar, ryðs og tæringar.
- Tjón sem veldur eingöngu útlitsgalla en rýrir ekki notagildi tækisins, til dæmis rispur.
- Tjón sem verður vegna viðgerðar eða viðhalds.
- Tjón vegna tapaðra eða skemmdra gagna og hugbúnaðar.
- Tjón sem framleiðandi, seljandi, viðgerðaraðili eða flutningsaðili ber ábyrgð á samkvæmt samningi eða lögum.
- Tjón vegna mynddepilsbreytinga (pixla) ef það rýrir ekki notagildi tækisins.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.