Starfsábyrgðartrygging verk- og tæknifræðinga
Starfsemi verk- og tæknifræðinga lítur oft á tíðum að flóknum úrlausnarefnum og varðar mikla hagsmuni. Starfsábyrgðartrygging verk- og tæknifræðinga getur því verið mikilvægur hlekkur í slíkri starfsemi en tryggingunni er ætlað að bæta almennt fjártjón sem stafar af gáleysi verk- og tæknifræðinga.
Tryggingin byggir á kröfugerðarreglu sem þýðir að krafa eða vitneskja um kröfu þarf að hafa borist á meðan tryggingin er í gildi. Þó er það ekki skilyrði að tryggingin hafi verið í gildi þegar atburðurinn, sem olli tjóninu, átti sér stað..
Tryggingin bætir
- Almennt fjártjón vegna gáleysis.
Tryggingin bætir ekki
- Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
- Tjón sem aðrar ábyrgðar eða starfsábyrgðartryggingar taka til.
- Tjón sem rekja má til eigin byggingastarfsemi þess sem er tryggður.
- Tjón sem hlýst af notkun efnis sem er óreynt, hönnunar, aðferðar eða útbúnaðar.
- Tjón sem hlýst af glötuðum skjölum og gögnum.
- Tjón sem hlýst af samþykki eða synjunar á efnisvali við eftirlitsstörf.
- Afleidd tjón.
- Tjón sem rekja má til fjárhagslegra ráðlegginga svo sem kostnaðaráætlunar verks eða áætlaðan framkvæmdartíma.
- Líkamstjón eða skemmdir á munum.
- Sektir og önnur viðurlög.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.