Hoppa yfir valmynd

Starfsábyrgðartrygging félagsmanna í félagi bókhaldsstofa

Starfsábyrgðartryggingu félagsmanna í félagi bókhaldsstofa er ætlað að bæta almennt fjártjón sem bókari kann að valda viðskiptavinum sínum með gáleysi sínu.

Tryggingin byggir á kröfugerðarreglu. Það þýðir að krafa eða vitneskja um kröfu þarf að hafa borist á meðan tryggingin er í gildi. Þó er það ekki skilyrði að tryggingin hafi verið í gildi þegar atburðurinn, sem olli tjóninu, átti sér stað.

Tryggingin bætir

  • Almennt fjártjón vegna gáleysis.

Tryggingin bætir ekki

  • Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
  • Líkamstjón eða skemmdir á munum.
  • Sektir og önnur viðurlög.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar