Slysatrygging launþega
Atvinnurekendur eru samkvæmt kjarasamningum skyldugir að bæta slys sem starfsfólk verður fyrir í vinnu sinni. Slysatrygging launþega er sniðin að þörfum atvinnurekenda til að uppfylla skyldur sínar gagnvart starfsfólki sínu.
Bótafjárhæðir byggja á kjarasamningum við stéttarfélög. Í vissum tilfellum gildir tryggingin einnig í frítíma ef kjarasamningar segja til um það.
Tryggingin bætir
- Tímabundinn missi starfsorku vegna slyss.
- Varanlegan miska vegna slyss.
- Dánarbætur vegna slyss.
Valkvæð vernd:
- Skemmdir á persónulegum munum starfsmanna.
Tryggingin bætir ekki
- Slys sem verða í keppni eða við æfingar til undirbúnings fyrir keppni í hvers konar íþróttum sem hafa íþróttakeppni að tilgangi.
- Slys sem verða í bardaga-, glímu-, eða sjálfsvarnaríþróttum þar sem tekist er á eða í akstursíþróttum.
- Slys sem verða í bjargsigi, kletta-, fjalla- og ísklifri eða í fjallgöngu af hvaða tegund sem er í yfir 4.000 metra hæð frá sjávarmáli.
- Slys sem verða í handalögmálum, nema þú hafir í starfi þínu eingöngu brugðist við í sjálfsvörn.
- Slys sem verða við þátttöku í refsiverðum verknaði.
- Þegar bótaréttur vegna slyssins er fyrir hendi samkvæmt lögboðinni ökutækjatryggingu, það er hvort heldur er úr ábyrgðartryggingu eða slysatryggingu ökumanns og eiganda.
- Slys sem verða í starfi hjá öðrum en tryggingartaka, hvort sem um er að ræða launað starf eða ekki eða arðbært starf í eigin þágu sem atvinnuslysahætta fylgir.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.