Hoppa yfir valmynd

Slysatrygging barna hjá dagforeldrum - Hóptrygging

Slysatrygging barna hjá dagforeldrum er fyrir dagforeldra sem vilja tryggja börnin á meðan þau eru í þeirra umsjá. Tryggingin greiðir bætur vegna slyss sem leiðir andláts eða varanlegrar örorku.

Tryggingin bætir einnig tannbrot og kostnað vegna slysa sem fæst ekki greiddur hjá Tryggingastofnun ríkisins.

Tryggingin greiðir

  • Bætur vegna andláts.
  • Örorkubætur ef barnið nær sér ekki að fullu eftir slys.
  • Kostnað vegna tannbrots.
  • Kostnað vegna slyss sem fæst ekki greiddur hjá Tryggingastofnun ríkisins.

Tryggingin greiðir ekki

  • Bætur vegna slyss sem verða þegar barn er ekki í umsjá dagforeldris.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar