Hoppa yfir valmynd

Rekstrarstöðvunartrygging vegna véla

Rekstrarstöðvun vegna véla bætir rekstrartap sem verður við stöðvun rekstrar vegna bilunar á vélum og leiðir af sér samdrátt í sölu eða þjónustu. Tryggingin er góð viðbót við véla- og rafeindatækjatryggingu sem er skilyrði fyrir rekstrarstöðvun vegna véla.

Tryggingin bætir

  • Rekstrartap vegna bilunar véla.

Tryggingin bætir ekki

  • Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
  • Aukið rekstrartap vegna verkbanns, verkfalla, vélabilunar, rekstrartafir vegna endurbóta, stækkunar eða fyrirmæla hins opinbera eða sambærilegra atvika.
  • Rekstrartap sem hlýst af almennum samdrætti í viðkomandi starfsgrein.
  • Rekstrartap sem verður vegna breytinga á markaðsstöðu eða sökum fjármagnsskorts.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar