Húseigendatrygging atvinnuhúsnæðis
Húseigendatrygging er góð viðbót við lögboðna brunatryggingu. Húseigendatrygging veitir víðtæka vernd gegn óvæntum og skyndilegum atburðum sem leiða til tjóns á fasteignum.
Tjón sem verða á fasteignum eru oft mjög kostnaðarsöm og því er gott að vita að húseigendatrygging sé til staðar, komi til tjóns.
Tryggingin bætir
- Vatnstjón sem verður vegna leka úr leiðslukerfi.
- Skemmdir vegna asahláku.
- Frostskemmdir innanhúss.
- Innbrot eða innbrotstilraun.
- Brot á gleri.
- Brot á innréttingum, helluborði og hreinlætistækjum.
- Sótfall frá eldstæðum.
- Snjóþunga.
- Óveðurstjón þegar vindhraði nær 28,5 metrum á sekúndu.
- Fall loftfara á húsnæði.
- Skaðabótaábyrgð.
Tryggingin bætir ekki
- Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
- Tjón sem gerst hefur smám saman og gerist vegna þess að viðhaldi hefur ekki verið sinnt.
- Vatnstjón vegna utanaðkomandi vatns.
- Glerskemmdir sem eiga sér stað í byggingaframkvæmdum.
- Tjón sem rekja má til byggingargalla.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.