Hoppa yfir valmynd

Glertrygging

Glertrygging er fyrir eigendur húseigna sem vilja tryggja glerið í gluggum húseignarinnar að öllu leyti eða hluta.

Tryggingin bætir tjón sem verður á glerinu í gluggunum ásamt kostnaði við ísetningu á nýju gleri.

Tryggingin bætir

  • Tjón á gleri í gluggum sem brotnar.
  • Kostnað við ísetningu nýs glers í stað þess sem brotnaði.

Tryggingin bætir ekki

  • Þann hluta tjónsins sem fellur undir eigin áhættu.
  • Aukið verðgildi glers vegna skreytingar, slípunar og þess háttar nema það sé sérstaklega tekið fram í skírteini.
  • Tjón er orsakast af eldsvoða, sprengingu eða hruni hússins.
  • Tjón vegna byggingarframkvæmda eða viðgerða á húseigninni, nema um sé að ræða viðhald á borð við málun.
  • Tjón vegna viðhalds eða aðgerða sem eru framkvæmdar á glerinu, ramma þess eða umhverfi.
  • Kostnað við að fjarlægja útstillingar og annað sem kann að hindra ísetningu á nýju gleri.
  • Kostnað við bráðabirgðaviðgerð vegna tjóns.
  • Vinsamlegast athugaðu að umfjöllun um trygginguna er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.
  • Sé ósamræmi milli umfjöllunarinnar og skilmálans þá gildir skilmálinn.

Skilmálar og aðrar upplýsingar

Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.

Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.

Aðrar upplýsingar