Slysatrygging
Slysatrygging hentar vel fyrir einyrkja og fyrirtæki sem vilja tryggja starfsfólk sitt aukalega.
Tryggingin greiðir bætur vegna slyss sem verður við vinnu eða í frítíma. Bætur eru mismunandi eftir því hvaða vernd þú velur. Tryggingin gildir hvar sem er í heiminum.
Íþrótta- og tómstundaáhætta á borð við köfun eða fallhlífarstökk er ekki innifalin í tryggingunni en hægt að kaupa þá vernd sérstaklega.
Í slysatryggingu eru eftirfarandi bótaliðir sem eru valfrjálsir og verður að velja allavega einn þeirra.
Bótaliðir slysatryggingar
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.