Slysatrygging
Slysatrygging er fyrir einyrkja og þau sem eru ekki í stéttarfélagi. Hún er einnig fyrir þau sem eru slysatryggð en vilja eiga rétt á hærri bótum eða víðtækari vernd.
Tryggingin greiðir þér bætur vegna slyss sem leiðir til þess að þú getur ekki sinnt vinnu þinni, örorkubætur ef þú nærð þér ekki að fullu eftir slysið og dánarbætur til ættingja vegna slyss.
Hægt er að velja hverjar slysabæturnar eru ásamt ásamt því að útvíkka trygginguna vegna keppnisferða eða áhugamála.
Tryggingin greiðir
Dagpeningar
- Mánaðarlega bætur ef þú lendir í slysi og getur ekki unnið. Bæturnar eru þá ígildi launa.
- Kostnað vegna læknisvottorðs.
Örorkubætur
- Örorkubætur samkvæmt mati ef þú nærð þér ekki að fullu eftir slysið.
- Kostnað vegna læknisvottorðs.
- Bætur vegna tannbrots.
Dánarbætur
Áhætta sem er ekki innifalin en hægt að velja sérstaklega:
- Keppni eða undirbúningur fyrir keppni.
- Bardaga- eða sjálfsvarnaríþróttir
- Akstursíþróttir
- Bjargsig, kletta-, fjalla- og ísklifur.
- Fjallgöngur sem eru í yfir 4.000 metra hæð frá sjávarmáli.
- Köfun á meira dýpi en 10 metrar.
Tryggingin greiðir ekki
- Bætur vegna þess hluta sem fellur undir biðtíma dagpeninga.
- Bætur vegna slysa sem verða í loftbelgs-, svifvængja-, dreka-, svif-, fisvélaflugi og öðrum sambærilegum athöfnum.
- Bætur vegna slysa sem verða í teygjustökki, fallhlífarstökki og BASE stökki og öðrum sambærilegum athöfnum.
- Bætur vegna alvarlegs slyss sem átti sér stað áður en trygging var tekin.
Vinsamlegast athugaðu að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum tryggingarinnar.
Sé ósamræmi milli upptalningarinnar og skilmálanna þá gilda skilmálarnir.
Skilmálar og aðrar upplýsingar
Tryggingaskilmálar eru samningur þinn við VÍS. Mikilvægt er að þú kynnir þér skilmálana vel og áttir þig á því hvað er bætt og hvað er ekki bætt, áður en tryggingin er tekin.
Í upplýsingaskjali er að finna stutta samantekt á helstu þáttum tryggingarinnar. Upplýsingaskjöl eru stöðluð skjöl sem öllum tryggingafélögum ber að birta og auðveldar þannig viðskiptavinum tryggingafélaganna að bera saman tryggingar og sjá hvað þær bæta og bæta ekki.
Árlega færðu upplýsingar frá okkur varðandi endurnýjun trygginga þinna. Sjá nánar á síðunni endurnýjun trygginga sem finna má hér fyrir neðan.